október 25, 2008

Litli snjalli strákurinn minn sem er alltaf að keppast við að sanna hvað hann er stór. Vinsæl setning um þessar mundir er Jóð eð dóð dáku (Þór er stór strákur). Hann skipti um skoðun í gær. Vildi bara vera lítill. Samtalið var á þessa leið.

M: Jæja krakkar. Nú verðum við að taka til í stofunni svo við getum haft bíó í kvöld.

H: Já mamma mín. Hvað á ég að gera fyrst?

M: Þið skuluð hjálpast að við að tína saman litina og setja þá í boxið.

Þ: (kom alveg til mín og horfði í augun á mér) Mamma mín, Jóð eð alltof lítill að taka til dofunni. Lítill dáku getu ekki jáppa. Baða leika meija (Þór er allt of lítill til að taka til í stofunni. Lítill strákur getur ekki hjálpað. Bara leika meira).

Og hvað segir maður við því?

Ble ble ble,

október 16, 2008

Nei Nei Nei Nei Nei

október 13, 2008

Ég vona að einhver taki Dr. Gunna á orðinu og búi þetta til.

H: Mamma, af hverju drekkurðu svona mikið gos?

M: Af því að mér finnst það svo gott.

H: Þú átt ekki að drekka svona mikið gos. Það er ekki gott fyrir þig. Þú verður að hætta því. Lofarðu?

M: Uh, já já.

H: Þú átt bara að drekka vatn því það er svo hollt. Þú getur drukkið gos á jólunum. Eins mikið og þú villt. Það má alltaf drekka gos á jólunum.



H: Mamma, hvaða ber er núna?

M: Ber?

H: Já, svona ber eins og í desember.



Þ: Mamma (með mesta grallarasvip í heimi) é með kúk í hendinni !

M: Ha!? Oj, ertu með kúk?

Þ: Sprakk gjörsamlega úr hlátri, ég hélt hann myndi kafna (var náttúrlega ekki með neinn kúk í hendinni, bara lítinn stein). Strax byrjaður að stríða.


Þór er einnig kominn allt of snemma á af hverju stigið. Akkuððu akkuððu akkuððu. Svo svarar maður. Þá kemur, Hvað meija? Svo ef maður svarar ekki strax þá svarar hann bara sjálfur, Aþþí baða Jóð (Þór).

Og í morgun, lengsta setningin á ensku hingað til,
Þau voru að borða morgunmat, Jonathan spyr Heiðu hvað hún sé að borða, Cherios segir heiða. Þá segir Þór: Daddy, Thor is eating cherios as well. Hann fer að verða ofsalega vel talandi á báðum tungumálum þó svo hann sé stundum pínu óskýr ennþá. Hann er líka stundum farinn að nota ég og þú og hann og hún.

Ble ble ble,

október 12, 2008

Ókey, það er dapurlegt að öll þessi sveitarfélög hér í Bretlandi séu að tapa svona háum fjárhæðum í íslensku bönkunum. Nú vola þau og væla yfir að geta ekki greitt laun og þurfa að hækka skatta sem er náttúrlega ekki gott. Mér er hins vegar fyrirmunað að skilja hvernig þau geta firrt sig allri ábyrgð. Það var margoft búið að vara bæði sveitarfélögin og breska ríkið vegna íslensku bankanna og þeirri vaxandi áhættu sem fylgdi því að vera með inneignir þar. Einnig var búið að vara við því að ábyrgðir kynnu ekki að standa undir innistæðunum. Og hvað gerðu þessi sveitarfélög. Ekki neitt. Hundsuðu öll utanaðkomandi ráð og viðvaranir. Og sitja þar af leiðandi í súpunni núna.

Ble ble ble,

október 11, 2008

Ég held að yfirvöld ættu að hlusta á Shigeo Katsu !

október 09, 2008

Bærinn minn átti 5 milljónir punda í íslenskum bönkum. Ég held ég fari bara að segjast vera norsk eða eitthvað. Íslendingar ekki sérlega vinsælir hérna og íslensku bankarnir headline news í hverjum einasta fréttatíma.

Þá er nú ágætt að geta haldið til í garðinum í glampandi sólskini og 20 stiga hita við að þvo bílinn og sulla með krökkunum.

Ble ble ble,

október 07, 2008

Awww, gamla góða sauðkindin.

október 06, 2008

Mér finnst eins og heimurinn sé að segja mér að ég eigi ekki að flytja heim núna.

Hrmpf.