september 19, 2008

Blessuð börnin.

Það er svo gaman að þeim núna. Svo dugleg (oftast) að leika sér saman. Sitja við stofuborðið og lita saman og syngja í kór. Heiða les fyrir Þór og kennir honum lífsins gögn og nauðsynjar. Dæmi um slíkt er eftirfarandi samtal sem átti sér stað þegar við vorum að fara að sofa í gær.

(Þór var að óþekktast í rúminu sem áður)
Mamma: Þú verður að vera stilltur Þór !!!
Þór: Mamma veððu líga veða dittu (mamma verður líka að vera stilltur)
Heiða: (alveg að sofna en við þetta spratt hún upp í rúminu) Nei Þór. Mamma er kona og þá á maður ekki að segja stilltur. Það er bara fyrir menn. Ef að það er kona þá á maður að segja stillt ekki stilltur. Þú átt að segja mamma verður líka að vera stillt (alveg með málfræðina á hreinu).
Þór: Ógei Heija mín. Fyðigeððu. Mamma veða ditt.

Ble ble ble,

september 08, 2008

Dýrakex, smurostur og Doctor Crock skór á óskalistanum. Best að skutlast með barnið í búð. Veit reyndar ekki hvernig Doctor Crock skór líta út en Heiða veit það eflaust. Ég fæ þá sjálfsagt líka að heyra það að ég verði að vera með báðar hendurnar á stýrinu PLÍS mamma.

Þór er orðinn svo duglegur að tala. Hann veit sko alveg hvenær á að tala ensku og hvenær íslensku. Skiptir á milli eins og ekkert sé.

Luv og ble ble ble

:(

Þetta virðist ekki ætla að hafast.

Þetta er að reynast mér afar erfitt en þó svo ég tapi einni orrustu þá neita ég að tapa stríðinu.

Ég er blá en ekki buguð.

Hér gæti ég skrifað langa ræðu um tilfinningar mínar í eigin garð en ég efast um að það hafi nokkuð gott í för með sér. Best að bæla svoleiðis og einbeita sér að næsta skrefi.

Það hefur margt gott og fallegt og jákvætt komið út úr þessu öllu saman, ég á bestu mömmu í heimi (ég vissi það nú reyndar alveg fyrir og hún bestnar bara og bestnar), ég er ástfangnari en nokkru sinni fyrr og börnin mín bræða mig oft á dag.

Og nú skulum við bara tala um eitthvað annað :)