janúar 30, 2008

Vid erum komin heim i snjoinn. Vid forum ut ad leika med Heidu systur og bjuggum til fyrsta snjokallinn. Heida min setti a hann augu og nef og Thor hjo i hausinn a honum med sleif.

janúar 24, 2008

Jæja. Ferðaáætlun lítur einhvern vegin svona út:

London - Reykjavík 26. janúar 13:00 - 16:00. Sótt af Berglindi Eðal Rós
Reykjavík - Egilsstaðir 27. janúar klukkan eitthvað. Keyrð af Heiðu Súper Systur
Gisti í Heiðu systur húsi en það mun trúlega fara lítið fyrir þvælingi á austurferð þar sem við förum örugglega austur um eða uppúr hádegi.

Þar með er ljóst að það fer hver að verða síðastur að fæða handa mér barn til að skoða á leiðinni heim. Koma svo stelpur. Push Push Push :)

janúar 20, 2008

Svona syngur Heiða:

Fljúga litlu fiðrildin
Fyrir utan Stína
Kvöldin kvöldin komin er
Þangað beinn og breiður fer.

Heimkomu hefur verið flýtt og er nú áætluð 26. janúar. Berglind Rós, ef þú hefur tök á að hringja í mig þá væri það vel þegið. Ég mun að sjálfsögðu líka reyna að ná í þig. Var að reyna um helgina en ekki lukkast.

Kveðja,

janúar 17, 2008

Jæja. Þá fer að styttast í heimkomu. Mamma og pabbi búin að vera á haus við að undirbúa. Alltaf svo ótrúlega góð og hjálpsöm og fórnfús. Ég er að verða búin að velja mér ritgerðarefni. Búin að fækka niður í tvær, kannski þrjár hugmyndir og þarf núna bara að tala aðeins við umsjónarmann lokaritgerða, hringja svo nokkur símtöl og gá hvort einhver vilji tala við mig og síðast en ekki síst hvort einhver vilji gefa mér peninga. Ef einhver þarna úti er með eitthvað gott verkefni sem þarf að vinna og er tilbúinn til að borga mér fyrir þá er ég auðkeypt ;). Kannski maður auglýsi bara.

Þór minn litli er orðinn lasinn enn einu sinni. Verður veikur u.þ.b. einu sinni í mánuði og þá yfirleitt með niðurgangspest og RS til skiptis. Í tvígang hefur munað afar litlu að það þyrfti að leggja hann inn. Hann talar ennþá afar lítið, segir mamma, meira, búið, mjá, voff, hermir eftir fiski og síðast en ekki síst kann hann að gera möh möh eins og Pingu. Ekki eins og kusa, Pingu. Segir sitt um hversu hátt skrifaður Pingu er hjá stóru systur. Hann elskar að dansa og syngja og kann hreyfingar við nokkur lög. Honum finnst líka voða gaman að leika með hljóðfærin og lesa bækur. Mest gaman er nú samt þegar Heiða nennir að leika við hann. Ef hún nennir því hins vegar ekki þá bara lemur hann hana. Stráksi er kominn með fyrsta karlaheilkennið sem ég kýs að kalla súperman heilkenni. Hann er óður í að vera í nærbuxum ystum klæða og kemur á harðahlaupum með nærbuxurnar hennar Heiðu ef hann nær að krækja í þær á undan henni. Svo spígsporar hann um rogginn á svip, bendir á nærbuxurnar og segir duu duu. Hvað sem það nú svo þýðir.

Og í lokin smá sería af þjófóttum ungum pilti.


Rosalega eru þessi vínber girnileg.


Stenst ekki freistinguma. Verð að fá mér smá.


Búinn að fjarlægja sönnunargögnin. Tók nokkur eftir þessu? Kjams.

janúar 12, 2008

Heiða er tveggja og hálfs, alveg að verða 75.

Heiða (reið á svip): Hvað varst þú að gera að fara upp í herbergið mitt mamma mín?
Ég: Ég var bara að laga til í rúmunum ykkar og ná í náttföt svo við gætum farið í háttinn.
Heiða: Þú áttir ekki að gera það. Skamm. Hvaða prumpuhani (kemur fyrir í bók sem hún á) ert þú eiginlega?
Ég: Prumpuhani? Ég er ekki neinn prumpuhani. Ert þú prumpuhani?
Heiða: Aldeilis ekki mamma mín. Ertu nú alveg frá þér?

janúar 06, 2008

blogg eða ekki blogg. Það er þessi stóra spurning.