desember 18, 2003

Þvílík snilld. Þvííílík snilld. Ég elska Peter Jackson og allt hans lið. Ég á til fá orð til að lýsa ánægju minni með the Return of the King. Fór á frumsýningu hér í gær. Myndin var sýnd á frummálinu, ótrúlegt en satt. Á undan myndinni voru einhver fávitaleg og hallærisleg og umfram allt leiðinleg skemmtiatriði þar sem fólk, klætt upp sem karakterar úr myndunum, svaraði ófyndnum spurningum með ófyndnum svörum. Búningarnir voru hræðilegir. Ég hefði meira að segja getað gert meira sannfærandi búninga. Ég var orðin virkilega pirruð og óþolinmóð þegar myndin loksins byrjaði. Og þvílík snilld. Í dag er maraþon áhorf á hinar tvær á meðan ég pakka inn jólagjöfunum, og by the way - við gætum þurft að fá lánuð föt hjá einhverjum þar sem ég efast um að við höfum pláss fyrir nema tvennar þrennar nærbuxur innan um alla pakkana :D

Hlakka til að sjá ykkur öll eftir 4(Reykjavík)/5(Egilsstaðir) daga.

Knús,

desember 17, 2003

Eittt enn og svo er ég hætt.

Conscious self
Overall self
Take Free Enneagram Personality Test

Silent Night
You are 'Silent Night'! You really enjoy
Christmas, and you like your Christmases
conventional. For you, Christmas is about
family and traditions, and you rather enjoy the
rituals of going to church at midnight and
turning off the lights before flaming the plum
pudding. Although you find Christmas shopping
frustrating, you like the excitement of
wrapping and hiding presents, and opening a
single door on the Advent Calendar each day.
You like the traditional carols, and probably
teach the children to sing along to them. More
than anyone else, you will probably actually
have a merry Christmas.


What Christmas Carol are you?
brought to you by Quizilla



What Famous Leader Are You?

desember 16, 2003

Vá - það er annaðhvort of eða van. Nú get ég ekki hætt að ærslast á ærslinu mínu. Ég er uppáhalds kallinn minn í The Lord of The Rings. Húúúúrrrrrrrrrrrra (ég er samt ekki svona pjöttuð)

legolas
Congratulations! You're Legolas!


Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla

Ég velti fyrir mér - Þegar ég kem heim í febrúar þá verð ég lengi lengi. Þá finnst mér að það þurfi að setja bæði Berglindi Rós og SigguLáru í pössun helst á sama stað og ég gisti. Helgin sem ég passaði þær báðar á Leifsgötu 6 er með þeirri albestu sem ég man eftir.

Trúlofunarhringur? Trúlofunarhringur hvað? Ég hef ekki séð neinn trúlofunarhring ;)

Já og ég bjó til nýtt orð (eða öllu heldur nýja merkingu fyrir gamalt orð). Það er orðið tjása. Komment á bloggsíðu heitir héðan í frá tjása í mínum orðaforða. Berglind Rós leggur svo til að Bloggfærsla verði kölluð ærsl. Ég styð þá hugmynd. (Ég myndi breyta á blogginu mínu ef ég kynni það). Sjá tjásur við ærsl 11. desember á bloggsíðu Ástu Gísla.

Knús

Blogg. Ég er sko alveg búin að blogga helling síðan síðast. Á hverjum einasta degi. Það er bara ósýnilegt blogg. Í þetta skiptið skal ég búa til sýnilegt blogg. Ekkert voða langt því ég þarf að fara að læra. Ég þarf að læra helling því ég skrópaði í skólann í gær og veit ekki hvað á að læra heima fyrir daginn í dag. Kennarinn verður nebblega alltaf svo reiður ef við lærum ekki heima. Það er eiginlega eins og að vera kominn aftur í grunnskóla að vera í þessum (há)skóla. Nú er námskeiðið alveg að verða búið og samt tala ég eiginlega enga frönsku. Alveg ómögulegt. Ég reyndar kann alveg fullt. Ég bara skil svo lítið þegar franska er töluð. Veeerð að pína mig til að hlusta og horfa á franskt sjónvarp.

Ég get ekki beðið eftir að koma heim um jólin. Nú eru bara sex dagar þar til ég kem heim til Íslands, og sjö þar til ég kem heim til Egilsstaða. Kaffibolli í eldhúsinu með kött í fanginu. Hóm svít hóm.

Ég er svo gott sem búin að kaupa jólagjafirnar. Á bara eftir að finna eitthvað smávegis handa pápíusi og kannski pínkupons handa litlu systrum mínum. Ég föndraði á sjöunda tug jólakorta á þremur tungumálum. Nú er bara spurningin hvort maður komi því í verk að skrifa í þau... Ég á nú einhvern slatta af jólakortum heima á Íslandi sem ég hef keypt síðustu ár en ekki sent frá mér. Framtaksleysið (sem ég hef nú áður minnst á) alveg að drepa mann. Og kannski líka smá að síðustu ár hef ég venjulega verið á kafi í prófum. En nú er það búið. Aldrei aftur próf (nema frönskupróf). Tjah, aldrei aftur próf nema maður ákveði að skella sér í master...

Á föstudaginn næsta verð ég með jólaboð og ég ætla að elda jólaglögg (oj barasta) og piparkökur og míníkalkúna (kjúklinga). Það verða eiginlega svona litlujól hér. Annars var ég of sein á mér að bjóða og flestir sem við þekkjum verða farnir heim í jólafrí. Þetta verða þá bara pínulitlujól.

Annars - 22. desember verðum við í Reykjavík og óskum eftir félagsskap. Það kvöld er eina kvöldið sem ég hef til að hitta fólk sem ekki kemur austur. Við lendum í Keflavík um fjögur leytið og ef Berglind Rós verður heima langar mig að bruna beint til hennar í Garðabæinn í kaffi og afkvæmissýningu. Þaðan langar mig að fara í mosó að heimsækja Evu og Ödda í afkvæmissýningu númer tvö. Veit reyndar ekki hvort þau verða í bænum á þeim tíma. Aldrei að vita nema maður komi örsnöggt við í Kópavoginum hjá Elísu frænku... og jafnvel hjá Sollu og Danna og sjá stelpuna hans Óla og - og - og - Æ - veit ekkert hvernig ég á að fara að þessu. Allt of lítill tími og allt of margt fólk sem mig langar að sjá. Eitthvað verður að bíða fram í febrúar. Alla vega þá verð ég eiginlega að fara á American Style og fá mér alvöru hamborgara í kvöldmat. Eða á Pizza 67 að fá mér pizzu með pepperoni... Nei held ég fari á style-inn í burger. Vill einhver koma með á American Style? Kvöldinu langar mig svo að eyða með Nönnu og Jóni og Ástu Gísla og öllum hinum sem ég er að gleyma :/

Best að koma sér á hundinn og beinið fljótlega. Gæti hjálpað að hafa samband. Ef ég er að gleyma einhverjum er það ekki af illsku, mannvonsku eða fýlu heldur vegna þess að ég er kálhaus og man aldrei neitt...

Knús

desember 09, 2003

Ég er löt og nennekkjað blogga
Ég er löt og nennekkjað blogga
Ég er löt og nennekkjað blogga
og blogga bará morgun.

Þangað til bendi ég á tenglana hér til hliðar því þar er að finna margt skrýtið og skemmtilegt fólk.