september 30, 2007

Svona klæðir maður sig úr skónum.

september 28, 2007

Ég held að ef svo heldur sem horfir með útbreiðslu búfjársjúkdóma á Bretlandi, þá verður ekkert búfé eftir hérna. Við erum hér á ytri mörkum sóttvarnarsvæða og bændur eru með hjartað í buxunum og virðist sem í hverjum fréttatíma sé greint frá nýjum bæjum sem eru smitaðir og/eða nýjum sjúkdómum sem eru að breiðast út. Maður neyðist sennilega bara til að gerast grænmetisæta.

Jólin eru að koma. Ég þarf að fara að gera jólagjafalistann og versla svo ég geti nú ábyggilega komið þessu í póst tímanlega. Vil ekki að fólk þurfi að bíða eftir gjöfunum sínum fram yfir áramót eins og hefur komið fyrir.

Á morgun förum við Jonathanslaus í haustfrí í sumarhúsagarð sem við höfum ekki farið í áður. Það verður ábyggilega ágætt en ég vona að það verði ekki of kalt. Húsið er ekkert hitað. Maður hefur nú svo sem sofið í kulda áður og farið í tjaldútilegur og vaknað við að allt er komið á kaf í snjó þannig að þetta hefst nú sjálfsagt.

Veit einhver hvort það er hægt að setja upp færslur á blogger þannig að sumar séu læstar og sumar ekki? Mér er farið að finnast óþægilegt að skrifa sumt á bloggið þar sem ég hef ekki hugmynd um hverjir koma hér inn og lesa. Því væri voða gott að geta bara læst færslum sem ég vil ekki að allir komist í.

ble ble ble.

september 25, 2007

Ég opnaði háskólatölvupóstinn minn áðan og hann var enn virkur. Gamla góða netfangið okkar Aðalbjörns. Ég átti ekki nema 1300 ólesna pósta. Það var svo miklu minna en ég átti von á. Spurning hvort maður nennir að fara í gegn um þá alla til að gá hvort einhver hafi sent manni eitthvað merkilegt síðustu tvö árin.

Við Heiða vorum að leika okkur í dag með stubbana. Þeir fóru í búðina að kaupa sér ís og eftir miklar vangaveltur um hvernig ís þeir vildu fékk ég að velja. Ég vildi súkkulaði (húkkaga). Svo komu nú stubbarnir heim úr búðinni með ísinn og þá vildi ég náttúrlega fá minn. Þá heyrðist í minni: Mamma (ótrúlega hneyksluð). Hann á að fara í frystinn !!!

Þór er kominn í sér herbergi. Loksins. Þá kannski kem ég því í verk einhverntíman bráðum að venja hann af næturgjöfum og á að sofa alla nóttina. Þá verður nú aldeilis gaman að vera ég. Gvuuuuð hvað ég hlakka til að sofa í marrrrga klukkutíma samfleytt.

Ég er orðin algjört treiler trasj og ætla að skella mér í enn einn hjólhýsagarðinn í næstu viku. Jonathan er að fara til Írlands í vinnuferð þannig að ég ætla bara að fara með þau í smá frí þar sem er nóg um að vera og engin leiðinleg heimilisstörf til að trufla okkur. Núna ætlum við hingað.

Ble ble ble,

Og meiri myndir.





september 24, 2007

Mér líður undarlega (á góðan hátt). Ég er hálfnuð í gegn um eitthvað sem ég get bara kallað ósjálfrátt uppgjör þar sem ég hef lítið gert til að koma því af stað eða halda því gangandi. Það er bara að gerast. Mér hefur svo lengi liðið svo ótrúlega illa, miklu verr en nokkurn hefur grunað held ég, þar með talið ég sjálf. Ég bara hef aldrei verið í nógu góðum tengslum við sjálfa mig til að skilja virkilega hvernig mér líður. Fyrr en kannski núna.

Ef ég reyni að setja líðan mína í myndmál þá er helst eins og ég hafi í mörg ár (og þá er ég að tala um 10-15 ár) verið föst einhversstaðar úti á miðju hafi og það eina sem hélt í mér lífinu var að troða marvaða á fullu (er það annars skrifað svona). Oft var ég alveg komin að því að drukkna en á köflum náði ég líka að halda mér nokkuð vel á floti.

Nú er bara eins og einhver hafi allt í einu komið og gripið í hendina á mér og flogið með mig upp á þurrt land. Nú þarf ég bara að ákveða í hvaða átt ég ætla að halda og reyna að forðast það að henda mér í hafið aftur.

Í lokin, smá myndir af fallegu börnunum mínum.











Flottir pakkar maður (tekið á afmælisdaginn hans Þórs)












Sjáðu mamma, ég gat líka litað á bumbuna :)










Saman að leika með nýju bílabrautina.

Ble ble ble,

september 22, 2007

Ég held að skífan.is hljóti að vera með lélegustu netverslun í heimi :(

Af hvaða heimasíðu á maður að panta íslenska tónlist og DVD?

Þá er menntun barnanna í Disney hafin. Í þessari síðustu veikindahrinu horfðum við í fyrsta skipti á Lion King og nú sönglar Heiða Hakuna Matata.

Veit einhver hvort það er til einhverskonar afsláttarpakki með Disneymyndunum talsettum? Þarf endilega að ná í þær á Íslensku.