janúar 30, 2004

Er að búa til heilhveitipasta. Það er erfitt því ég á ekki pastaútfletjimaskínu... Búin að sjóða smá til prufu og það bragðast bara ágætlega. Svona nokkurnvegin eins og pasta. Operation Bathing suit krefst þess nefnilega að ekki sé borðað hvítt hveiti og það útilokar allllllt pasta sem hægt er að kaupa í frakklandi.

janúar 29, 2004

Já, það er annaðhvort of eða van. Í spjalli við SigguLáru kom upp spurninginn hverjir þessir heiglar (heigull) væru sem er alltaf verið að henda hingað og þangað (sbr. heiglum hent). Svör óskast.

Svo er spurning hvort stemming er fyrir hittingum 13. eða 14. febrúar einhvers staðar; rauðvín og tarot eða bara eitthvað. Og er einhver sem býður fram húsnæði til slíkra gjörninga...

Lovjú,

Ég er búin að bæta inn nýjum bloggara. Það er hún Marta sem býr rétt hjá Montpellier og ég hitti um daginn. Hún er hið mesta gæðablóð, skemmtileg stelpa frá Grindavík (ójá, kannski þekkir hún Kalla IDOL. Ekki fá fyrir hjartað). Við ætlum að hanga á kaffihúsi í dag og spila rommí og tala tungumál sem er hægt að skilja. Svo einhverntíman ætla ég að bjóða henni í mat og svona. Veit samt ekki hvort tími verður til áður en ég kem heim.

Lovjú

Jájá, hér með er hafið nýtt bloggtímabil í lífi mínu. Og njótið vel krúttin mín. Berglind víðförla stóra systir mín sendi mér þennan brandara og mér finnst hann fyndinn :D

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér í glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann í barþjóninn: - Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?

Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: - "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast - af því að þú ert nú blindur - að ég fræði þig um fáein atriði:

1. Barþjónninn er ljóshærð kona.
2. Útkastarinn er ljóshærð kona.
3. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate... Og ég er ljóshærð.
4. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og er Íslandsmeistari í lyftingum.
5. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er Íslandsmeistari í vaxtarrækt.

Hugsaðu þig nú vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"

Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið og segir: "Nei, ætli það. Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."

Míhí - tileinkað mér og öllum ljóshærðum, yst sem innst, vinum mínum og kunningjum.