janúar 23, 2005

Ég er búin að setja inn tvö ný albúm á myndasíðuna mína, annarsvegar frá jólum og áramótum og svo af bumbunni frá síðasta föstudegi (27 vikna bumba).

Myndir

Maður er nú bara að verða ansi bollulegur :) Gaman gaman.

Ble ble ble,

janúar 21, 2005

Það eru allir svo rosalega pólitískir eitthvað þessa dagana og með skoðanir á öllu að ég ætla að bjóða ykkur uppá vísu á mína vísu.

Mikið er gaman að lifa
klukkan er bissí að tifa
Sólin skín úti
flaska með stúti
Vá hvað ég á ekki að skrifa
ljóð

Verði ykkur að góðu börnin góð og hvar er Björg? Það virðast allir vera lausir við hana þessa dagana.

Ble ble ble

janúar 16, 2005

Já, ég er nú meiri blogghaugurinn. En nú skal ég haugast til að skrifa eitthvað smáræði og jafnvel skrifa aftur innan tveggja vikna.

Gleðilegt nýtt ár alle sammen og til hamingju með afmælið í dag Skeiða mín Húla Heiti ég.

Jól og áramót voru með besta móti hér. Mikið étið, margir pakkar og mööörg ný kíló að burðast með á kroppnum. En það er nú allt í lagi. Það voru nú einu sinni jólin :) Við átum hamborgarhrygg, kalkún og hangikjöt, smákökur og laufabrauð og ég fékk meira að segja smá malt og appelsín. Við fundum búð sem seldi flugelda og fórum og keyptum megnið af því sem var til. Því skutum við svo samviskusamlega upp á miðnætti og vorum með flottustu flugeldasýninguna á svæðinu. Það var nú reyndar ekki mikil sankeppni því ég taldi bara fjóra aðra flugelda á öllu stór-Montpellier svæðinu. Það er þó 300% aukning frá hinum áramótunum sem ég eyddi hérna en þá sá ég bara einn flugeld (sem var eiginlega meira kínverji en alvöru flugeldur).

Krílið dafnar vel og við höfum það voðalega gott. Ég held að þessi meðganga mín verði skráð í sögubækur sem tíðindaminnsta meðganga ever (alla vega enn sem komið er). Ég finn ekki fyrir neinum verkjum eða óþægindum eða neinu slíku. Brjóstsviðinn er að mestu horfinn (og ég veit hvað veldur honum þannig að það er bara mér að kenna ef hann kemur aftur) og Bjúgurinn sem ég fékk eftir allt jólaátið er líka alveg farinn. Reyndar skammaði læknirinn mig þegar ég fór til hennar milli jóla og nýárs því þá hafði ég þyngst um 6 kíló frá síðustu skoðun (örugglega eitthvað af því bjúgur samt) og var þá búin að þyngjast um 11 kíló í heildina. Henni (læknunni) fannst þetta svo mikið að hún sendi mig í sykurþolspróf til að athuga með meðgöngusykursýki og það kom allt vel út. Síðan þá hef ég ekki þyngst neitt heldur lést um eitt kíló (again, bjúgur) og ég vona að mér takist að hanga í þeirri þyngd þangað til í næstu skoðun svo læknirinn minn skammi mig ekki aftur.

Tryggingamál ættu að vera komin í lag í lok næstu viku og í framhaldi af því fáum við ljósmóður og förum á svona foreldranámskeið. Við fáum líka að fara og skoða læknastöðina þar sem ég mun að öllum líkindum fæða barnið. Ég hlakka til að sjá hvað er í boði þar. Eftir því sem samstarfskona Jonathans segir þá er þetta besta læknastofan á svæðinu og bæði rosalega fín aðstaða fyrir konurnar sem eru að fæða, sem og aðstandendur.

Við erum búin að panta okkur vagn frá peg perego í silfurgráum lit. Þetta er held ég voða fín græja en í þessu er sum sé vagn, kerra og bílstóll fyrir 3-13 kíló sem allt passar á sömu grindina. Svo fylgir með sökkull fyrir bílstólinn sem maður festir í bílinn og þannig er hægt að losa stólinn úr með einu handtaki og smella á kerrugrindina. Mér finnst það voða sniðugt. Ég fékk nú pínu sjokk þegar við komum heim um kvöldið. Þetta varð allt einhvernvegin raunverulegra þegar við vorum búin að fara út og velja vagn. Það á sennilega bara eftir að koma barn út úr þessu öllu saman. Mér finnst það ennþá skrýtið. Flestir virðast á þeirri skoðun að ég gangi með strák. Ég skipti hins vegar um skoðun á því á hverjum degi næstum því.

Þetta er nóg í bili. Hafið það gott.
Ble ble ble,

janúar 07, 2005

Það er nú alveg kominn tími á smá blogg en af því að andinn er ekki yfir mér núna þá megiði fá niðurstöður úr voða skemmtilegu netprófi.


I am nerdier than 21% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!


Kom ekki á óvart, hárrétt niðurstaða. Er og verð wannabe nerd ;)

Nú andar suðrið...

Ble ble ble,