apríl 28, 2005

Myndirnar sem mamma er búin að taka og setja á netið. Njótið.

http://pg.photos.yahoo.com/ph/anny0366/my_photos

Annars snýst lífið um svefn, brjóstagjöf og bleyjuskipti og ég gæti ekki verið hamingjusamari. Barnið mitt er fullkomlega yndislegt og það sama má segja um manninn minn og mömmu mína.

Skrifa ekki meira í bili en set fæðingasöguna inn bráðum.

Ble ble ble,

apríl 24, 2005

Ástarþakkir fyrir allar kveðjurnar :) Lífið er yndislegt og ég svíf um á hamingjuskýi. Það er búið að setja inn nokkrar myndir af Heiðu Rachel og ég set svo meira inn og skrifa við betra tækifæri.

Ble ble ble,

apríl 17, 2005

Svandís eignaðist dóttur kl. 19:48 (fr.tími). 3,800 gr. - 50 sm - með blá augu og ljóst? hár.
Guðdómlega fögur. Ponsulítið nef. Allt gekk mjög vel og báðum líður vel.

Kveðja frá Svandísi

mammasín

Jaeja, thetta gaeti bara verid ad gerast. Eg bid mommu ad skella inn kommenti thegar barnid er faett.

Ble ble ble,
Svandis, Jonathan og Krilfridur

apríl 15, 2005

Það er gott að vera ég þessa dagana. Það er stjanað við mig í bak og fyrir og ég þarf bara aldrei að gera neitt. Mér er bara skipað að hvíla mig og ef mig vantar eitthvað er mamma mætt til að færa mér það. Húsið er alltaf glansandi fínt og væri öllum stundum hægt að bjóða ljósmyndara frá Húsi og Híbýlum í heimsókn. Ég er hrædd um að kæmi Heiðar snyrtir í heimsókn með sinn draslher yrði það fýluferð.

Við erum annars bara mjög hress, ég og krílið, ef ekki væri fyrir klemmda taug í mjöðm. Það er VONT. Skrefalengd fór niður í u.þ.b. 5 cm. Gönguhraði allt að því neikvæður og það tók alveg óratíma að gera alla hluti. Sumt gat ég bara alls ekki gert. En þetta er nú að lagast sem betur fer. Það gæti haft eitthvað með það að gera að bumban er aðeins farin að síga. Vona að þetta verði alveg farið áður en barnið fæðist. Og talandi um barnið, því liggur bara ekkert á. Ekkert að gerast á þeim vígstöðvum (39 vikur í dag, settur dagur næsta föstudag). Ég geri svo sem ekki ráð fyrir því fyrr en um næstu helgi. Ef ég fer af stað og næ ekki að láta vita á blogginu þá er ég viss um að annað hvort Heiða sys eða Snærún sys minnast á það á sínu bloggi. Annars reyni ég nú að komast aðeins í tölvuna til að láta vita ef eitthvað fer að gerast.

Að lokum: Elsku mamma - þú ert best í heimi og það er algjörlega ómetanlegt að hafa þig hérna hjá mér. Mikið er ég heppin að eiga þig að.

apríl 10, 2005

Lotteríið er alveg æsispennandi og nýtt fólk að bætast við. Sigrún Þöll litla frænka mín á Laugavöllunum benti mér nú á að 20. apríl væri ekki svo slæmur dagur eftir allt saman því Lára toppkona Kjerúlf á afmæli þá. Viðbót dagsins er Elísabet amma mín í föðurætt sem á afmæli 12. apríl.

4. apríl - SiggaLára - gat ekki fætt þá, þurfti að sækja mömmu á lestarstöðina
8. apríl - Þórunn Gréta - húsþrifadagur. Húsið er svo sannarlega þrifið og fínt.
12. apríl - Elísabet föðuramma mín.
16. apríl - Howard Wilkins - sérlegur afi to be og Aðalbjörg móðuramma mín.
18. apríl - Ólöf Sæunn aka Skotta - hér er fólk aðeins farið að hitna
20. apríl - Hefur verið bent á að þetta er toppdagur eftir allt saman því yndisleg Lára Kjerúlf á afmæli þennan dag. Húrra fyrir því. Hún er komin í lotteríið :)
21. apríl - Hennar hátign Englandsdrottning - ekki amalegt það
22. apríl - Siggi móðurbróðir - Skráður komudagur krílfríðar
23. apríl - Berglind systir fullyrðir að barnið komi þennan dag ;) (væntanlegur fæðingardagur skv. reiknivél á doktor.is)
30. apríl - Stóri bróðir hann Lindi. Mikið væri gaman að fæða á afmælisdaginn hans en ég er ekki viss um að krílfríður bíði svo lengi.

Kannski lætur Krílfríður svo bara bíða eftir sér og fæðist í byrjun maí ;)

Annars er ógeðslegur skítakuldi hérna. Kominn vetur aftur held ég bara. Fórum í skoðunarferð með mömmu í dag og dóum næstum úr kulda og fukum næstum ofan af brú. Samt var rosa gaman. Krílið er kyrrt en tappinn farinn og ég ætla að fara að borða mikið súkkulaði.

Ble ble ble,

apríl 08, 2005

Ekki enn ;) Ég held að þetta verði stundvíst barn (annað en foreldrarnir) og komi bara á tilsettum tíma.

Það er svo yndislegt að hafa mömmu sína. Það er engu líkt.

ble ble ble,

apríl 07, 2005

Besta mamma í heimi
Krossgátubók ársins 2005
Pepperoni
Harðfiskur
Súkkulaðirúsínur
Rís
Lakkrísdreumur
Djúpur
Sterkir molar
Strumpaópal
Appolló lakkrís
Fylltar reimar
Lakkrísrúllur
Möndlur
Valencia
Hrískúlur
Villiköttur
Freyjukaramellur
Hitt með lakkrís

Hvað á þetta allt sameiginlegt? Þetta er allt í húsinu mínu og ligga ligga lái. Ástarþakkir Mamma, Pabbi, Berglind og Heiða.

Það var alveg yyyyyndislegt að fá mömmuknús aftur. Allt of langt síðan síðast. Hún er svo góð að vilja koma til mín og vera hjá mér í svona langan tíma. Algjörlega ómetanlegt.

Nú er þetta farið að styttast. Ég fór til læknis í gær og hún sagði bara jæja - þá er komið að þessu. Nú getur barnið komið hvenær sem er !!! Mér brá nú pínu, er einhvernvegin ekki að fatta þetta allt saman. Þó svo að stofan sé full af barnadóti. Við ætlum að fara að þrífa húsið og svo þvo barnafötin svo allt verði nú tilbúið og ég á eftir að setja eitthvað ofan í spítalatöskuna. Veit bara ekkert hvað það á að vera. Er einhvernvegin allt of róleg yfir þessu öllu saman. Ég er ennþá bara við hestaheilsu svoleiðis þó svo að ég sé með dálítinn bjúg og blóðþrýsting í hærra lagi, lappirnar á mér eiga það til að vera ansi ógirnilegar á kvöldin. Það lagast nú vonandi fljótlega eftir að barnið er fætt.

Óskum um fæðingardag er hægt að koma til skila með óhljóðum en hér eru þeir sem ég man eftir í apríl:
4 apríl - SiggaLára - gat ekki fætt þá, þurfti að sækja mömmu á lestarstöðina
8. apríl - Þórunn Gréta - húsþrifadagur. Væri svosem alveg til í að sleppa því bara og fæða í staðin en held að barnið komi ekki fyrir miðjan mánuðinn.
16. apríl - Howard Wilkins - sérlegur afi to be.
- Aðalbjörg amma mín.
18. apríl - Ólöf Sæunn aka Skotta - hér er fólk aðeins farið að hitna
20. apríl - Hefur verið bent á að þetta er toppdagur eftir allt saman því yndisleg Lára Kjerúlf á afmæli þennan dag. Húrra fyrir því. Hún er komin í lotteríið :)
21. apríl - Hennar hátign Englandsdrottning - ekki amalegt það
22. apríl - Siggi móðurbróðir
- Skráður komudagur krílfríðar
23. apríl - Berglind systir fullyrðir að barnið komi þennan dag ;) (væntanlegur fæðingardagur skv. reiknivél á doktor.is)
30. apríl - Stóri bróðir hann Lindi. Mikið væri gaman að fæða á afmælisdaginn hans en ég er ekki viss um að krílfríður bíði svo lengi.

Svo er bara að sjá hvort einhver vinnur í lotteríinu :)

Og svona í lokin - við mamma eyddum þriðjudeginum í að sitja úti á palli í 20 stiga hita og glampandi sólskini. Það er bara alveg að koma sumar :) Hvenær er aftur sumardagurinn fyrsti? Og Heitiég - nennirru nokkuð að henda KB banka dagatali í umslag og senda mér? Hef alltaf fengið svoleiðis frá Búnaðarbanka heitnum en ekki á þessu ári og mér finnst eiginlega alveg nauðsynlegt að eiga íslenskt dagatal.

Sakna ykkar allra ofurmikið,
ble ble ble.

apríl 02, 2005

Þvílík hamingja. Ég fann hunangsseríos í búð í gær. Það er alveg eins og það á að vera og ég er á góðri leið með að klára uppúr pakkanum ;) Í dag ætla ég aftur í búðina að kaupa upp lagerinn. Nammi nammi namm.

Krílfríður er í fullu fjöri og hamast við að reyna að komast út um naflann á mér. Hefur ekki tekist ennþá en á alveg eins von á að það stingist hönd eða fótur út úr bumbunni á næstu dögum, þvílík eru lætin. Bumban teygist í allar áttir og er alveg eins og í Alien, allt á fleygiferð. Það eru 20 dagar í settan dag og bara 2 dagar þangað til mamma kemur :D:D:D Þá má krílfríður koma í heiminn.

Sumarblómin eru komin í pottana og rósirnar eru að hamast við að laufgast. Sumarið er bara rétt handan við hornið. Ég sólbaðaði smá í gær og fyrradag og er komin með slatta af nýjum freknum.

Og að lokum:

Farði Abriham o hansyni
o hansysi farði abriham
O þeirátu kött
O þeir drukku öll
O þela la la la la
Hægri hund
vinstri hund
Farði Abriham.....

Ég á sætasta mann í heimi :)