Svona var það þegar Heiða Rachel fæddist.....
Já, þetta var alveg hreint ótrúlegur dagur. Sunnudagur 17. apríl. Ég átti sko ekki von á því að fara að fæða enda var ekki neitt komið í spítalatöskuna og það varð sko bara stóóór ferðataska á endanum takk fyrir. Hér er nefnilega ekki neitt lagt til á sjúkrahúsinu. Ekki einu sinni handsápa á baðinu hvað þá annað. Ekki fyrsta bleyjan, ekki fyrstu fötin. Enginn sloppur eða neitt á mömmsuna og bara ekkert. Það þurfti því að pakka miklu niður, gott að verkirnir vöktu mann ;)
En svona gekk þetta svo fyrir sig...
Ég vaknaði kl. 9 á sunnudagsmorguninn með væga verki neðarlega í kviðnum og hélt bara að ég þyrfti rosalega mikið að kúka. Fór á klóið en gat ekki gert neitt. Það hvarflaði nú samt ekki að mér að ég væri að fara af stað, fór bara að leika mér í tölvunni og bölvaði þessum vindverkjum. Fannst samt varla hægt að tala um verki, meira svona ónot. Mamma kom fram stuttu seinna og sagði svona í gamni að ég væri örugglega bara farin af stað. Ég hélt nú ekki, það hlyti að vera meiri sársauki með því. Svo leið morguninn, Jonathan svaf til hádegis og þegar hann kom fram bað mamma mig að taka tímann milli verkja. Þegar ég gerði það kom í ljós að ég var með mjööög reglulega vindverki, alltaf á 8 mínútna fresti. Þá runnu nú á okkur tvær grímur ef ekki þrjár og við áttuðum okkur á að sennilega væri nú barnið að koma og ekki seinna vænna en að þvo það sem átti eftir að þvo, búa um barnarúmið og síðast en ekki síst pakka í spítalatöskuna. Jonathan hringdi svo um tvö leytið á sjúkrahúsið til að spyrja hvenær við ættum að koma, þ.e.a.s. hvað langt milli hríða. 3 - 4 mínútur sagði ljósan nema sársaukinn verði óbærilegur, þá má hún alveg koma fyrr. Hún sagði líka að það væri gott fyrir mig að fara í bað og reyna að hvíla mig bara. Ég fór í bað eins og ljósan sagði en átti eitthvað erfitt með að hvíla mig, var í allt of miklu stuði til þess. Bjó til borð yfir baðið og sat og spilaði ídíót við Jonathan og borðaði ísmola og dundaði mér við að taka tímann milli hríða. Það voru yfirleitt um 5 mín. milli hríða, stundum 4 en fór samt stundum alveg uppí 15 mínútur svo ég var nú ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu og ákvað að við myndum panta okkur pitsu kl. 6 þegar staðurinn opnaði (þessi eini í bænum ) og ákveða svo hvenær við færum af stað á spítalann. Ég var nefnilega svo HARÐ ákveðin í því að koma ekki of snemma á sjúkrahúsið og þurfa að hanga þar í einhverju aðgerðarleysi í marga klukkutíma. Þegar ég fór ofan í baðið voru verkirnir orðnir aðeins meiri en bara "vindverkir" en samt langt frá því að vera orðnir óbærilegir og eiginlega ekki beinlínis sárir en mjög óþægilegir. Svolítið klígjulegir. Þeir byrjuðu neðarlega í kviðnum og leiddu svo aftur í bak. Ég kom uppúr baðinu um fjögur leytið og kláraði að pakka í töskuna og kíkti aðeins á netið og svona, ennþá ákveðin í því að fara nú bara nógu seint á spítalann þannig að ég þyrfti bara að bíða í nokkra klukkutíma eftir að ég mætti fæða. Um hálf sex leytið var ég orðin frekar syfjuð og ákvað að leggja mig aðeins en um leið og ég lagðist útaf þyngdist sóttin allsvakalega og ég var komin með hríðar á 3-4 mín. fresti og þær stóðu yfirleitt í tvær mín. svo ég var næstum komin með eina samfellda hríð. Ekki svo þægilegt lengur svo ég sagði Jonathan að hringja á pitsastaðinn og panta á slaginu sex (vildi sko ekki hætta við pitsunna, ætlaði bara að borða hana áður en við færum af stað) og við myndum fara svo á spítalann. Hann gerði það en á meðan hann var úti að sækja pitsuna jukust hríðarnar ennþá meira og mamma var orðin verulega áhyggjufull, hélt ég væri bara alveg að fara að fæða. Ég hélt nú ekki (stupid me), ætlaði svooo að fá mér þessa blessuðu pitsu. En það fór víst öðruvísi en ég ætlaði mér. Þegar Jonathan kom til baka var ég eiginlega orðin viðþolslaus og hataði lyktina af pitsunni og gat ekki hugsað mér að borða. Langaði bara að kasta upp yfir matinn. Ég skipaði Jonathan að borða eins hratt og hann mögulega gæti (mér hefur aaaldrei fundist hann borða jafn hægt en eftir á að hyggja þá hefur hann líklega sett einhverskonar met í pitsuáti með því að borða heila stóra pitsu í u.þ.b. þremur munnbitum, tók hann ekki meira en mínútu) og fara svo með mig á spítalann. Hann úðaði í sig matnum, hlóð dótinu í bílinn og svo fórum við af stað. Þá var klukkan 18:45. Síðasta sem mamma sagði við mig áður en við fórum var: hvað sem þú gerir, ekki rembast. Hún veit nú sínu viti hún mamma mín. Við brunuðum af stað, ég með þokkalegar áhyggjur af því að við myndum villast á leiðinni því við höfðum bara keyrt þetta tvisvar og þá eftir korti og frekar flókin leið að fara til að komast á sjúkrahúsið (ekki bætti úr skák að það gleymdist að setja rat-genið í Jonathan og vanalega er það ég sem sé um að rata). Þegar við vorum búin að keyra í nokkrar mínútur heyrist í Jonathan: Ég held ég hafi gleymt myndavélinni...... Stun stun stun stun stun Snúðu stun við stun og stun náðu í myndavélina stun. Við verðum að eiga myndir af barninu nýfæddu stun stun stun. Hann gerði eins og honum var sagt, brunaði heim, náði í myndavélina og svo var aftur haldið af stað. Mig langaði BARA að rembast í bílnum og það var þokkalega erfitt að gera það ekki. Ég var á mörkunum að biðja Jonathan að stoppa útí kanti, hringja á sjúkrabíl og fara að búa sig undir að taka á móti barninu sjálfur en ákvað alltaf að bíða eina hríð í viðbót. Og við meikuðum það. Lögðum eins og siðmenntað fólk í bílastæðið (sem er alveg slatta frá innganginum) og svo gengum við inn á spítalann, ég eflaust orðin græn í framan á þeim tímapunkti). Við komum inn í andyrið á spítalanum kl. 19:15. Konan í móttökunni leit á mig, tók upp símtólið og sagði eitthvað sem endaði á: neyðartilvik. Jonathan hripaði nafnið mitt á blað og okkur var sagt hvert við ættum að fara. Upp eina hæð í lyftu - ég man þetta allt saman eiginlega eins og "out of body experience" Fann ekkert til en langaði bara rosalega mikið að rembast. Ennþá og allan tímann með þessa "rosalega þarf ég mikið að kúka" tilfinningu (Namm ;). Við komum inn á fæðingarganginn og þar ruku allir upp til handa og fóta og einhverju vesalings fólki sem var að bíða inni á einni fæðingarstofunni var hent út, ekkert annað laust. Mér var skipað úr fötunum og ég hugsaði mig ekki um tvisvar. Ég reif mig úr fötunum, henti mér uppá bekkinn og æpti hvort ég mætti byrja - nei nei nei, vantaði fæðingalækninn, átti eftir að setja upp ístöðin, eitthvað drip dót sett upp (veit ekki ennþá hvað var í því). Allt í alls herjar panikki. Og ljósurnar skildu ekkert í því af hverju við hefðum ekki komið fyrr - Allt út af þessari bannsettu pitsu sem ég borðaði svo ekkert af á endanum. Jæja, ég þurfti alla vega ekki að bíða á spítalanum með hríðir. Jæja, svo kom læknirinn, sprengdi belginn og sagði að ég mætti byrja og það er bara besta tilfinning sem ég hef nokkurn tíman fundið. Og ég rembdist í einn samdrátt eða svo og þá gerðist það. Búmm - blóðsykurinn féll. Það leið næstum yfir mig og hendurnar á mér skulfu svo að ég hafði enga stjórn á mér. Læknirinn og ljósan sögðu mér að þetta væri bara af rembingnum en ég vissi betur og elsku Jonathan greip í taumana og skipaði þeim að gefa mér sykur eða eitthvað (veit ekki ennþá hvað það var) í æð. Það var gert og eftir fáeinar mínútur var ég á full power aftur, rembdist í nokkra samdrætti og hún var fædd kl. 19:48. 33 mínútum eftir að ég gekk inn í anddyrið á sjúkrahúsinu. Fann engan sársauka í fæðingunni sjálfri. Hins vegar var ég klippt og það fannst mér vont. En átökin að rembast. Aldrei hef ég vitað annað eins. Ég tók svo mikið á og þá aðallega með handleggjunum að ég gat ekki rétt almennilega úr þeim í viku á eftir og ég steyptist öll út í einhverjum blettum í andlitinu sem litu út eins og freknur. Aldrei heyrt um það fyrr. Fór inn með nokkrar sætar freknur á kinnunum og kom út gjörsamlega þakin í freknum. Eitthvað hormónadæmi sjálfsagt.
Alla vega. Svona var þetta. Barninu var skellt uppá mallann á mér og við vorum alveg dolfallin. Svo dolfallin að við gleymdum að gá að kyninu. Vorum held ég bæði svo viss um að þetta væri drengur en svo var þetta bara alveg guðdómlega falleg stúlka og það þarf ekki að taka fram að myndavélin varð eftir í bílnum og því engar myndir til af fæðingunni né af Heiðu Rachel nýfæddri. Eins gott að við snérum við til að ná í hana ;)
Lovjú all og enn og aftur takk fyrir allar kveðjurnar og fögru orðin um litluna mína.
Ble ble ble,
P.s. Mamma er búin að setja inn nýjar myndir HÉRNA
Ekkiland
maí 09, 2005
Mini Montpellier
Tenglar
Fyrri færslur
- Hæ
- Þetta er ennþá til :D
- Það er ótrúlega gaman í bókasafnsfræði. Nú get ég ...
- Í dag:Lilja fjögurra mánaða.Pabbi 68 ára.Jonathan ...
- Ég er að spá í að blogga einhverntíman aftur.
- Mínar innilegustu samúðaróskir til allra aðstanden...
- Heiða skáldar lög og texta sem hún syngur jafn óðu...
- Jólalag baggalúts minnir mig á Ástu Gísla og Siggu...
- Komin heim í 10 stiga frostið :)Atvinnumál í uppná...
- Húsnæði svo gott sem í höfn.Skriður kominn á atvin...
Söfn
- janúar 2003
- febrúar 2003
- mars 2003
- apríl 2003
- maí 2003
- júní 2003
- júlí 2003
- ágúst 2003
- september 2003
- október 2003
- nóvember 2003
- desember 2003
- janúar 2004
- febrúar 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- ágúst 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- mars 2005
- apríl 2005
- maí 2005
- júní 2005
- júlí 2005
- september 2005
- október 2005
- nóvember 2005
- desember 2005
- janúar 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- júlí 2006
- ágúst 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- mars 2007
- apríl 2007
- maí 2007
- júlí 2007
- ágúst 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- desember 2007
- janúar 2008
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- maí 2008
- júní 2008
- júlí 2008
- ágúst 2008
- september 2008
- október 2008
- nóvember 2008
- desember 2008
- febrúar 2009
- mars 2009
- maí 2009
- mars 2010
- september 2010
- júlí 2017
- nóvember 2023
- Núverandi færslur
Gerast áskrifandi að
Færslur [Atom]