apríl 26, 2007

Jæja, ég er komin úr hinni víddinni. Þar var nú aldeilis gaman að vera. Heiða systir kom meira að segja að heimsækja mig og við héldum afmælisveislu fyrir litlu Heiðu.

Ég bloggaði ekkert því ég þurfti að gera eitthvað til að fara inn á nýja bloggerinn og hélt það væri eitthvað voða flókið. Svo tók það enga stund þegar upp var staðið.

Ég ætla að blogga nokkur orð núna því annars gleymi ég þessu.
Laddli = froskur
Nín = svín
Nón = ljón
Jittabau = ristað brauð
Nennibaut = rennibraut
Oppdeþþ = upstairs
Heida gó bíb = Heiða go sleep
Dulla = dugleg
Pöú = Pó (úr stubbunum) með breskum hreim

Notar fleirtölu fyrir nokkur orð
Segir langar næstum fullmyndaðar setningar.
Fallbeygir helling

Erum að fara að flytja í byrjun maí.

Eyrún/Björn Óðinn. Þið eruð velkomin í byrjun júlí, hringi í þig fljótlega Bjössi eða reyni að hitta á ykkur á msn.

Og að lokum, afmælisstelpa og litli bróðir (baba minn)













Hún fékk dúkku í afmælisgjöf













Hann fékk kærustuna sína í heimsókn.

Ég bið fyrir þeim sem eiga í sálarstríði.

Lovjúol,