september 28, 2006













Fyrri myndin - tekin tveimur tímum eftir fæðingu. Búin að fara í sturtu og svona. Seinni myndin morguninn eftir. Í fyrsta skipti sem Heiða sér bróður sinn. Þegar hún var búin að fullvissa sig um að snáði væri með nebba vildi hún eiginlega frekar fara að fikta í tölvunni hennar ömmu sinnar sem stóð á stofuborðinu.

Annars gengur bara ágætlega. Mikið að gera á stóru heimili.

Mig langar að blogga oft og mikið en finn mig yfirleitt hálf handlama með eitt til tvö stykki börn í fanginu. Gerir það erfitt að pikka.

Finn vonandi tíma til að setja inn fréttir af börnunum mínum bráðum og hvað þau eru ótrúlega dugleg. Og jafnframt af mínu ört vaxandi félagslífi sem ég ræð mér ekki fyrir kæti yfir.

Ble ble ble,

september 14, 2006

Fallegu, góðu börnin mín.