maí 24, 2003

Jaeja. Nu er eg komin til Frakklands. Stod aldeilis ekki vid thad ad skrifa smaatridi helgarinnar sidast thegar eg bloggadi. Afsakid.

Her er bara frekar gott ad vera, heitt og notarlegt. Jonatan er yndislegur sem avallt. Frakkland er ad morgu leyti skrytid land og eg a orugglega eftir ad skrifa mikid um thad. Eg gerdi til daemis uppgotvun i dag. Thad er ekki haegt ad fa skohillur i Frakklandi. Vid eyddum eftirhadeginu i ad finna okkur skorekka.

Annars atti eg bara goda ferd hingad. Svaf natturlega yfir mig a fostudagsmorguninn og var ekki komin til Keflavikur fyrr en kl. 7:15 og tha atti eg eftir ad skila bilaleigubilnum (sem eg aetladi n.b. ad skila i Reykjavik en for a til Keflavikur sokum timaskorts). Eg var komin til ad tekka inn kl. 7:25 og var rukkud um yfirvigt. Flugvelin for i loftid kl. 7:45. Eg var ordin pinu stressud thegar eg komst loksins ad oryggishlidinu... En thad slapp. Eg rett nadi velinni og thurfti svo ad eyda yndislegum thremur klukkutimum a lestarstod i Paris ad bida eftir ad lestin min faeri. Eg notadi thann tima til ad eydileggja imynd lauslatu ljoskunnar i Paris. Sat einbeitt allan timann og saumadi ut. Eg svaf svo fast i lestinni, rumskadi ekki fyrr en i Nimes sem er halftima fra Montpellier. Tad hefdi verid svoldid fyndid ad sofa af ser stoppid i Montpellier... Jonatan hefdi samt ekki ordid gladur.

Nuna er eg i grillveislu. Thad er sundlaug i gardinum og bara eins og ad vera i sumarfrii. Eg er sennilega komin i lengsta sumarfri sem sogur fara af. Her eru stodd allra thjoda kvikindi. Frakkar, bretar, Irar, kinverjar, russar, jugoslavar og svo natturlega Islendingurinn:) Thetta er svo sannarlega althjodlegt samfelag her.

Hlakka til ad heyra fra ykkur ollum seinna. Best ad fara ad drifa sig, Eurovision fer nebblega ad byrja og tha tharf eg ad vera komin heim svo eg geti drukkid mig fulla med manninum minum.

Smoooooooooch.

maí 19, 2003

Ég er komin aftur til Reykjavíkur. Átti bara hina ágætustu helgi á Egilsstöðum þrátt fyrir allt og allt.

Ég fer til útlanda á föstudaginn og ætla að reyna að hitta allt skemmtilega fólkið sem ég þekki áður en ég fer.

Smáatriði helgarinnar seinna í kvöld.

Góðar stundir

maí 15, 2003

Hingað hef ég ekki komið lengi. Og sennilega ekki neinn annar heldur enda nennir enginn að lesa blogg sem aldrei er skrifað á. Annars er ég búin í prófum, í bili. Gekk ömurlega og stefnir allt í að a.m.k. þrjú próf verði tekin í ágúst. Grrr, og ég sem ætlaði að vera svo fín frú í Frakklandi og gera ekkert annað en að lakka á mér táneglurnar. Það verður víst að bíða betri tíma. Ég fór í heimsókn til Berglindar Rósar í gær *hringl í eggjastokkum*. Það var yndislegt og ég fékk grjónagraut og slátur að borða. Ég sannfærðist endanlega um það hvað það hlýtur að vera dásamlegt að eiga börn, Rósa Elísabet er svoooooo fallegt og yndislegt barn. Sigurður Pétur er líka alveg yndislegur, hann fór að gráta eftir að hann talaði við pabba sinn í símann, pabbi hans er nebblega í útlöndum og Sigurður Pétur saknaði hans svo mikið. Reyndar fór Rósa Elísabet líka að gráta, en það var bara vegna þess að ég beit hana í puttann (það var alveg, alveg, alveg óvart). Nú er hún orðin varSvandís. Ég eyddi kosningakvöldi með Spunkhildi, Binna, Evu, Hauk og Darra. Er þar með búin að hitta Binna Eyjapinna. Ég samþykki hann alveg :)

Sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til Spunkhildar og fjölskyldu hennar. Missir þeirra er mikill.

Sjáumst síðar. Ég er farin til Egilsstaða.
P.s. skyldi ég einhverntíman lufsast til að setja upp kommentakerfi á síðuna mína?