júní 30, 2006

Í morgun vorum við að borða jógúrt og Heiða var mikið að skoða jógúrtdolluna og snúa henni milli handa sér. Alltaf benti hún á sömu myndina og ég sagði henni að það væri API á myndinni. API. Hún reyndi nokkrum sinnum að segja api og tókst bara ansi vel upp en svo allt í einu varð hún mjög hugsi, horfði lengi á myndina og leit svo á mig með sitt blíðasta bros, benti á myndina og sagði MAMMA.

Hrmpf.

júní 14, 2006

Græni kallinn minn hann Einsi á afmæli í dag. Til hamingju med daginn kúturinn minn. Vona að þú eigir góðan dag í góðra félagsskap.

Mömmuhópur í dag og það er meira að segja um tvo að velja. A) sem ég hef hitt áður en er lengra í burtu. B) hef ekki hitt áður en er talsvert nær. Ahh, þessar stóru ákvarðanir í lífinu.

Í nótt svaf Heiða Rachel í einni lotu frá átta í gærkvöldi til klukkan sjö í morgun. Barnið sem vaknaði að meðaltali 10 sinnum á hverri einustu nóttu. Ég held svei mér þá að þetta svefnprógram sé að virka. Nú sofnar hún líka sjálf í sínu rúmi. Og þetta tókst allt saman án þess að valda henni neinni sorg, ferlið allt verið laust við grát og leiðindi. Það er eins og ég hélt, algjör óþarfi að láta börn gráta sig í svefn. Þetta er alveg hægt án þess, tekur kannski aðeins lengri tíma (reyndar er það bara búið að taka 10 daga að ná þessum árangri). Mér væri sama þó þetta hefði tekið mánuð fyrst ég þarf ekki að láta hana gráta. Það kremur móðurhjarta mitt. Er ekki líka betra að framkvæma hlutina í sátt og gleði? Nú skulum við sjá hvernig gengur á næstu dögum og vikum. Sé fram á bjartari daga og léttari lund ef þetta verður reglan frekar en undantekningin.

Nú erum við búin að búa hér í Englandi í sex vikur og ég er ekki ennþá búin að blogga um húsið. Best að smella smá hús-lýsingu inn snöggvast. Þetta er semsagt fyrrverandi hlaða sem er búið að breyta í níu raðhús/íbúðir og níu bílskúra. Íbúðin okkar er á tveimur hæðum og eru tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi uppi. Heiða er í öðru herberginu og við í hinu. Inn af okkar herbergi er "fataherbergi" og lítið baðherbergi með sturtu. Á neðri hæðinni er svo hol og út úr því koma svo svefnherbergi sem við notum sem tölvuherbergi, stórt eldhús með borðkrók og stór stofa. Veggirnir eru allir beinhvítir með bjálkum og bitum þvers og kruss. Bak við húsið er lítill garður með verönd og er gengið út í garðinn út um franskan glugga úr stofunni. Út um svefnherbergisgluggann hennar Heiðu er útsýni yfir akra og engi þar sem má sjá rollur á beit. Kúaskítsfýluna leggur yfir svæðið annað slagið, alveg eins og heima á Egilsstöðum. Afskaplega heimilislegt allt saman. Og hér líður mér vel !!!

Grrr, ég er að reyna að troða myndum af húsinu inn í þetta blogg en það gengur ekki vel. Set þær í annan póst.

Ble ble ble

júní 10, 2006

Thetta er meiri endemis vedurblidan. Hitinn bara fer ekki nidur fyrir 25 stig. Buid ad vera svona i 10 daga nuna. Var ekki buid ad lofa mer kulda og rigningu ef eg flytti fra Frakklandi til Englands. En neeeeeei. Her er bara jafn heitt, ef ekki heitara en i Montpellier. Gremja.

Viljidi gjora svo vel ad haetta ad nota harsprey lesendur godir.

blebleble,

júní 06, 2006


Thessi var a vappi rett fyrir utan gardshlidid mitt i gaer. Vid eltum hann og komumst ad thvi ad hann byr a bondabaenum sem er bara steinsnar i burtu. Verd ad vingast vid folkid sem byr thar svo vid Heida Rachel getum heimsott pafann.

júní 04, 2006


Elsku Ardis min. Innilegar hamingjuoskir a fermingardaginn. Eg vona ad thu hafir att frabaeran dag. Mikid vildi eg oska ad vid hefdum getad notid hans med ther. Vid soknum thin svo oskop mikid.

júní 02, 2006Ein mynd sidan a paskadag :) Eg var samt svo vond ad eg leyfdi henni ekki ad smakka a sinu paskaeggi, bara leika med thad.

Hun dottir min elskar stubbana. Thar af leidandi elska eg stubbana. Thad er svo fyndid ad horfa a hana horfa a tha. Hlaer og skrikir, brosir og veifar og segir bae bae a rettum stodum. Alveg dasamlegt.

Fekk The No-Cry Sleeping Solution i postinum i dag og hlakka til ad lesa hana og vonandi tekst mer ad hjalpa lillunni minni ad sofa betur. Er ordin ansi threytt og vid badar.

Vid erum bunar ad eyda eftirmiddeginum uti i gardi ad leika i boltaleik og borda gras. Yndislegt vedur, orlitil gola og glampandi solskin, sjalfsagt um 25 stiga hiti.

Eg er buin ad finna mommuhop til ad fara i a midvikudagsmorgnum og fer i fyrsta skipti i naestu viku. Hlakka mikid til og kvidi thvi lika pinu. Er algjorlega komin ur aefingu vid ad eiga samskipti vid okunnugt folk. En thad stendur bara til bota.

Maedraskodun i gaer. Allt i lukkunnar velstandi. Goda ljosan sem eg er med her er ekkert ad kvelja mig med ad setja mig a vigtina i hverri skodun thannig ad eg held bara afram ad borda sukkuladi og karamellur i oll mal og hef svo ahyggjur af thvi seinna ;)

Vid eigum nyja tolvu. Hun er naestum thvi eins falleg og Heida Rachel. Eg posta mynd af henni um leid og eg kem thvi i verk ad tengja myndavelina vid tolvuna.

Og laet thad naegja i bili.
Ble ble ble,