júlí 30, 2006

Nokkrar myndir af Heiðu.


Búin að troða sér ofan í allt of lítinn kassa. Hefur ótrúlega áráttu til að troða sér ofan í allt sem mögulega er hægt að troða sér ofaní.Aðeins að kúra hjá stóru Heiðu. Maður verður svo þreyttur í þessum hita (sem virðist sem betur fer vera á einhverju undanhaldi)Og hún kann sko að gretta sig og setja upp alls kyns svipi. Þessi er í boði Heiðu frænku.Áfram England dududdu ruddu.

Og svona í blálokin, ætti maður að eiga heima eða á spítala?

Ble ble ble,

júlí 27, 2006

Heiða borðaði kvöldmatinn sinn. Kjúkling í einhverju sósugumsi, soðnar gulrætur og hrísgrjón og svo jógúrt í eftirmat. Það er ótrúlegur sigur.

Það ringdi í dag. Þrisvar. Svona alvöru miðjarðarhafs rigningu. En bara í ca. þrjár mínútur í senn. Ekki nóg til að kæla loftið en samt alveg passlegt til að halda þvottinum á snúrunum blautum.

Þrjár vikur í settan lendingardag bumbuls. Göttfílingurinn segir mér að bumbull verði eitthvað fyrr á ferðinni en ég þori samt ekki að treysta of mikið á það enda er ég ekki búin að gera neitt til að undirbúa komuna. Þarf víst að þvo eitthvað og þrífa og setja saman annað rimlarúm, grafa upp bílstólinn og vagninn og svona dútl. Svo þarf ég víst líka að ákveða hvort ég ætla að eiga heima eða á spítalanum. Langar voða mikið að eiga bara heima en langar líka að eiga á spítala til að hafa samanburðinn við Frakkland og fanatíkina þar. Svo þarf maður bara að finna sér nýtt land til að fæða næsta kríli í.

Heiða er að fara í pössun til tengdó á morgun því ég ætla að fara að leika mér í búðarrápi :) Kaupa mér brjóstagjafapúða og eitthvað annað ætlaði ég víst að finna en er búin að gleyma hvað það er. Ég hlýt að geta fundið eitthvað skemmtilegt í staðin til að spreða í.

Ble ble ble,

júlí 24, 2006


Soðin íslensk ýsa og nýjar kartöflur með laukfeiti í matinn í gærkvöldi. Nammi namm. Heiða Rachel var samt ekki mjög hrifin enda borðar hún helst ekki annað en brauð, jógúrt og ávexti. Og stundum hafragraut ef hún sé í stuði ;) Kílóið af ferskri ýsu, roðflettri og flakaðri, sem flutt hefur verið með fragt frá Íslandi kostar komið í fiskborðið í Sainsbury's 1400 krónur. Hvað kostar svoleiðis lúxusvara heima á klaka?

Í dag neitaði barnið svo algjörlega að borða enda svo sem skiljanlegt hér er alltaf jafn viðbjóðslega heitt. Í dag var hitinn 36 gráður og glampandi sólskin. Það eina sem hægt er að gera er að halda til innan dyra með gluggana lokaða, gluggatjöldin dregin fyrir og vifturnar á milljón. Hún fékk svo heiftarlegan niðurgang og afrekaði í fyrsta skipti ever að kúka bókstaflega út um allt. Ég kom svo að henni þar sem hún var að reyna að þrífa upp eftir sig með blautklútum en það tókst ekki betur til en svo að hún var búin að maka herlegheitunum út um allan skrokk. Þetta var ekki þrifið öðruvísi en með góðri sturtu og nú þurfum við bráðnauðsynlega að leigja teppahreinsivél.

Við keyptum okkur nýjan bíl í dag. Renault Laguna Estate (oh dear). Ég eltist um ansi mörg ár við þau viðskipti og fór frá því að vera 25 ára og er allt í einu orðin 47 með rúllur á rósóttum leggings og í blússu með púffermum. En bíllinn er góður og stór og rúmar okkur öll með fylgibúnaði sem er orðinn ansi mikill núorðið og mikilvægast af öllu er að hann er með loftkælingu. Ég er að hugsa um að flytja bara inn í hann þar til að hitinn ákveður að fara niður fyrir 20 stig (sem hefur ekki gerst síðan í maí og er ekki fyrirsjáanlegt að gerist aftur fyrr en einhverntíman á næsta ári). Mynd af bílnum neitar að birtast þannig að það verður bara að bíða betri tíma.

Ble ble ble,

júlí 22, 2006


Það kom rigning og við tókum bumbumynd. Hér er ég sumsé gengin rúmar 36 vikur. Feit og falleg.

júlí 14, 2006

Ég held ég sé orðin of ólétt til að blogga. Ég næ varla á lyklaborðið fyrir bumbunni ;)

Myndir verða birtar um leið og við komum því í verk að taka þær.