mars 24, 2007










Ég var að kaupa mér svona.

mars 22, 2007

Það er svo fyndið og sætt að hlusta á þegar Jonathan les fyrir Heiðu og hún segir hluti eins og my toyfish bubbles, mr. wobbly man, toy town og bara alls kyns frasa á ensku með ótrúlega breskum barnahreim. Alveg krúttlegt. Og svo segir hún oft blandaðar setningar eins og Daddy úappa Heiju bissa potty (daddy hjálpa Heiðu pissa potty).

Þór er að fá tönn númer tvö. Hann er farinn að draga undir sig hnén og lyfta sér upp á tærnar en af því að hann lyftir sér ekki uppá olnbogana eða hendurnar um leið þá dettur hann bara á andlitið og meiðir sig í nebbanum. Hann sat alveg sjálfur í örugglega hálfa mínútu í fyrradag en er samt ennþá svo óstöðugur að maður verður að vera hjá honum öllum stundum þegar hann situr. Þetta hlýtur nú samt að fara að koma hjá honum.

Heiða er með mjög slæma eyrnabólgu. Í gær öskraði hún og var algjörlega tryllt í tvo klukkutíma. Svo mikið að ég fór að gráta, hún fann svo til greyið.

Ég er orðin námsmaður enn á ný.

Ópel Vectra er ekki góður bíll. Ekki einu sinni þó hann sé með sat. nav. Það er samt gaman að leika sér með það. (Fyrir þá sem ekki vita, sat. nav. = Sattelite navigation. Dót sem ratar fyrir mann með því að nota gerfihnetti). Mig langar í svoleiðis í bílinn minn.

Mynd dagsins er ósýnileg.

ble ble ble,

mars 20, 2007

Akkúrat núna er á BBC4 skemmtiþáttur með áhorfendum í sjónvarpssal. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi nema af því að þetta er nokkurs konar spurningaþáttur og eru spurningarnar þannig að liðin fá til skiptis texta upp á skjá hjá sér og eiga að leiðrétta greinamerkjasetningu í textanum. Þetta er það sem ég kalla alvöru sjónvarpsefni.

Ble ble ble,

mars 19, 2007


Hvað er eiginlega svona fyndið?

mars 17, 2007

Myndir dagsins. Börnin bæði eins dags gömul.
Getur verið að þessi þreytti strákur sé kominn með tönn?
Getur verið að þessi þreytta stelpa sé alveg að verða tveggja ára?

mars 14, 2007

Það hefur verið heldur lágt á okkur risið undanfarið. Við höfum öll verið lasin nema Jonathan og börnin lengi. Heiða veiktist á mánudag (í síðustu viku) og fékk næstum 40 stiga hita sem þó entist ekki nema í einn sólarhring. Síðan þá hefur hún verið með 38. Nóg til að mega ekki fara út en hefur samt verið ótrúlega hress. Þór hins vegar veiktist daginn eftir að Heiða veiktist og er búinn að vera með milli 39.5 og 40.5 meira og minna síðan. Hann er sannur karlmaður og ber sig afar illa í þessum veikindum öllum, vill bara vera í fangi og volar af vanlíðan greyið litla. Þetta er enda alveg einstaklega ógeðsleg pest með kvefi, hálsbólgu, hósta, beinverkjum, hita, uppköstum og niðurgangi. Semsagt bara ein með öllu enda börnin bæði búin að léttast. Nú vona ég að þetta fari að verða búið.

Hér liggur nú við að sumarið sé komið. Hitinn hefur verið milli 10 og 15 stig og yfirleitt heiðskírt eða léttskýjað. Afar ljúft. Verst að geta ekki verið úti með börnin í svona blíðu. Fullkomið veður fyrir börn til að leika sér.

Ég er búin að skrá mig og orðinn nemandi í home learning college. Þar ætla ég að læra á SAGE tölvubókhald og launakerfi svo ég geti farið að vinna einhverntíman aftur. Það verður án efa einstaklega skemmtilegt en ætti að nýtast vel þar sem um 90% fyrirtækja hér nota þetta forrit. Ég vona bara að ég deyji ekki úr leiðindum yfir þessu öllu saman ;)

Við erum búin að finna nýtt hús og sækja um að leigja það. Það er í Wokingham og það er róló í sömu götu og Tælenskt/Víetnamískt veitingahús á horninu. Það er hægt að labba inn í miðbæinn þó svo það taki sjálfsagt 20 mínútur með kerruna. Mér finnst það samt muna ótrúlega miklu að þurfa ekki alltaf að keyra til að fara allt.

Jonathan er að fá stöðuhækkun og verður orðinn millistjórnandi hjá Dell. Í tilefni af því ákvað hann að fá útrás fyrir andúð sína á mótorhjólafólki (sem er reyndar uppspuni frá rótum) og keyra á einn slíkan í gær. Sem betur fer meiddist enginn en hjólið er þó talsvert mikið skemmt og hliðarspegill og dekk ónýtt á okkar bíl.

Og smá í lokin: Rosa gaman að taka uppstilltar myndir.

mars 09, 2007

Smá prufa

mars 08, 2007

Þór sat í fanginu á mér í dag og var að leika sér með lítinn meinleysislegan plastkall. Svo lamdi hann mig svo fast í handabakið með kallinum að ég fékk kúlu og marblett.

Heiða er orðin alveg ótrúlega dugleg að tala og skilja ný hugtök. Hún segir 5/6/7 orða setningar og er farin að fallbeygja ýmis orð, m.a. mamma, amma, pabbi, bíll og kisa. Hún er voða dugleg með litina, kann þá alveg en nennir ekkert alltaf að sýna manni. Hún kann nokkra stafi og er alltaf að telja þó svo allt sé einn þangað til að allt í einu kemur tíu. Hún elskar að fá að hjálpa til í eldhúsinu. Augun lýsast upp af gleði - Mamma edda mati? Heija wappa mömmu edda mati. Mjammi. (Mamma elda matinn? Heiða hjálpa mömmu elda matinn. Nammi). Samt vill hún aldrei borða neitt. Hrmpf.

Hér er svo mynd af Rúllmundi.










Og það má náttúrlega ekki gera upp á milli svo hérna er mynd frá því þegar Heiða hélt sitt fyrsta matarboð.

mars 03, 2007


Pabbi minn átti afmæli í gær. Til hamingju með daginn pápíus.

mars 01, 2007

Af því að í dag fyrir x mörgum árum var bjór lögleiddur á Íslandi ætla ég að fárast yfir því að hér í Bretlandi er áfengislaus bjór allt að tvöfallt dýrari en áfengur bjór. Mér finnst það algjört frat.

Í öðrum fréttum er það helst að ég er búin að vera að taka til í þrjá daga stanslaust en samt er alltaf jafn mikið rusl alls staðar. Ég fór á úrvalsdeildarfótboltaleik (gott orð) á þriðjudaginn, Reading - Man. Utd. og það var alveg hrikalega gaman. Það er alveg ljóst að ég mun gera meira af því í framtíðinni. Það var ekki alveg jafn gaman að koma heim og finna Þór máttlausan af hungri og þreytu, búinn að orga meira og minna í þrjá klukkutíma og Jonathan greyið algjörlega búinn á því. Fann enga leið til að fá stúf til að borða eða róa hann niður. Held hann hafi verið að því kominn að brotna niður. Þór og Jonathan eru því komnir í æfingabúðir svo ég komist bráðum út aftur.

Og að lokum. Yndislegur blíðviðrisdagur á Seyðisfirði í mars 2003. Ósköp er nú fallegt fyrir austan.