Ég sá að minnsta kosti 5 vespur fljúga inn undir eina þakflísina áðan. Þar eiga þær heima bansettar. Ég held að þetta kalli á eins og eitt stykki meindýraeyði til að fjarlægja búið.
Annars er helst nýtt í fréttum að konan í næsta húsi ætlar sennilega að taka yfir húsið sem við búum í þegar við flytjum. Hún á einhvern haug af börnum og þetta hús er stærra en húsið hennar. Þægilegt fyrir okkur því þá þurfum við ekki alltaf að vera að sýna húsið væntanlegum leigjendum.
Bless í bili,
Ekkiland
júlí 28, 2003
Og hana nú
Jæja, þá er komið að því - nú þarf maður að fara að leggjast í hýði og undirbúa sig fyrir síðustu prófin við HÍ. Jibbí hvað það verður gaman að klára. Get ekki beðið. Ég veit ekki ennþá hvort ég kem heim til að taka prófin eða hvort ég fæ að taka þau hér. Háskólinn sem ég er að fara í í haust er að athuga hvort ég get tekið prófin þar. Fæ að vita það í dag eða á morgun held ég.
Annars er svo sem allt gott að frétta héðan. Við munum kaupa húsið, Jónatan fór í bankann fyrir helgina og skrifaði undir 20 milljón króna lán. Við fórum aftur að skoða og leist jafn vel á. Þetta er nefnilega voða krúttlegt hús í voða krúttlegum bæ og núna eigum við það (eða meira svona - núna á Jónatan það). Við vorum með gesti um helgina, Louise og Steve. Ég hafði ekki hitt þau áður og líkar bara voða vel við þau. Við grilluðum á föstudaginn, kjúkling, nautasteik, pylsur og grænmeti á pinnum og svo var líka salat, pasta og kartöflur. Matur fyrir að minnsta kosti 15 manns (en bara 5 í mat). Samt var ekkert svo mikið eftir. Þvílík átvögl sem búa í þessu húsi. Á laugardaginn fórum við Jónatan og keyptum okkur eldavél og frystiskáp í nýja húsið og svo eyddum við seinni partinum í sundlauginni. Það var svooo heitt. Hitinn fór í 41°C og það var eiginlega óbærilegt. Þá er gott að hafa pollinn í garðinum til að liggja í.
Við fórum út að borða á laugardagskvöldið. Namm. Voða fínn hefðbundinn franskur staður og ég pantaði mér nautasteik. Mér varð nú ekki um sel (hvaðan kemur það máltæki ???) þegar steikin kom á borðið og ég sá að hún var á stærð við lærið á mér. Hefði sennilega verið nóg fyrir okkur öll. Eníhá - góður matur, gott vín, góð stemning, gott fólk - Gamangaman.
Dýr(a)tíð
Mér hefur aldrei verið sérlega vel við skordýr af nokkru tagi. Sérstaklega er mér ekki vel við skordýr sem stinga. Vespur og geitungar eru mjög ofarlega á óvinsældalistanum mínum.
Ég var að tölvast eitthvað um daginn og tók eftir vespu sem sveimaði um stofuna og fór alltaf í átt að mynd sem hangir á veggnum. Þegar þetta hafði gerst í þrígang ákvað ég að athuga málið og hristi myndina og viti menn, vespan var á bak við myndina og flaug æsingslega marga hringi í kring um hausinn á mér. Ég tók rammann niður og þá hrundi búið hennar á gólfið. Já ég er ekki að grínast, vespan var byrjuð að byggja sér bú á bak við myndarammann og var búin að gera þrjú eða fjögur hólf. Þegar búið brotnaði, hrundu út a.m.k. 25 litlar köngulær, vespur nærast víst á þeim. OOjjjjjjjjj barasta, ég var með hroll í marga daga á eftir. Ekki nóg með það, ég fór að segja Simon frá þessu og þá fór hann að tala um vespu sem hafði hagað sér á svipaðan hátt í herberginu hans, sveimað svona í kring um ljósakrónuna. Hann og Jonathan fóru að rannsaka málið og fundu gat á perustæðinu. Þeir tóku perustæðið niður og í sundur og út flæddu köngulær og þar voru þrjú svona vespuhólf eins og voru á bak við myndina. Ég er vel á varðbergi þessa dagana og ef ég sé vespu innandyra fylgist ég vel með því hvert hún fer og hvað hún gerir. VIL EKKI FÁ FLEIRI VESPUHÚS Í MITT HÚS.
Ástarkveðjur,
Jæja, þá er komið að því - nú þarf maður að fara að leggjast í hýði og undirbúa sig fyrir síðustu prófin við HÍ. Jibbí hvað það verður gaman að klára. Get ekki beðið. Ég veit ekki ennþá hvort ég kem heim til að taka prófin eða hvort ég fæ að taka þau hér. Háskólinn sem ég er að fara í í haust er að athuga hvort ég get tekið prófin þar. Fæ að vita það í dag eða á morgun held ég.
Annars er svo sem allt gott að frétta héðan. Við munum kaupa húsið, Jónatan fór í bankann fyrir helgina og skrifaði undir 20 milljón króna lán. Við fórum aftur að skoða og leist jafn vel á. Þetta er nefnilega voða krúttlegt hús í voða krúttlegum bæ og núna eigum við það (eða meira svona - núna á Jónatan það). Við vorum með gesti um helgina, Louise og Steve. Ég hafði ekki hitt þau áður og líkar bara voða vel við þau. Við grilluðum á föstudaginn, kjúkling, nautasteik, pylsur og grænmeti á pinnum og svo var líka salat, pasta og kartöflur. Matur fyrir að minnsta kosti 15 manns (en bara 5 í mat). Samt var ekkert svo mikið eftir. Þvílík átvögl sem búa í þessu húsi. Á laugardaginn fórum við Jónatan og keyptum okkur eldavél og frystiskáp í nýja húsið og svo eyddum við seinni partinum í sundlauginni. Það var svooo heitt. Hitinn fór í 41°C og það var eiginlega óbærilegt. Þá er gott að hafa pollinn í garðinum til að liggja í.
Við fórum út að borða á laugardagskvöldið. Namm. Voða fínn hefðbundinn franskur staður og ég pantaði mér nautasteik. Mér varð nú ekki um sel (hvaðan kemur það máltæki ???) þegar steikin kom á borðið og ég sá að hún var á stærð við lærið á mér. Hefði sennilega verið nóg fyrir okkur öll. Eníhá - góður matur, gott vín, góð stemning, gott fólk - Gamangaman.
Dýr(a)tíð
Mér hefur aldrei verið sérlega vel við skordýr af nokkru tagi. Sérstaklega er mér ekki vel við skordýr sem stinga. Vespur og geitungar eru mjög ofarlega á óvinsældalistanum mínum.
Ég var að tölvast eitthvað um daginn og tók eftir vespu sem sveimaði um stofuna og fór alltaf í átt að mynd sem hangir á veggnum. Þegar þetta hafði gerst í þrígang ákvað ég að athuga málið og hristi myndina og viti menn, vespan var á bak við myndina og flaug æsingslega marga hringi í kring um hausinn á mér. Ég tók rammann niður og þá hrundi búið hennar á gólfið. Já ég er ekki að grínast, vespan var byrjuð að byggja sér bú á bak við myndarammann og var búin að gera þrjú eða fjögur hólf. Þegar búið brotnaði, hrundu út a.m.k. 25 litlar köngulær, vespur nærast víst á þeim. OOjjjjjjjjj barasta, ég var með hroll í marga daga á eftir. Ekki nóg með það, ég fór að segja Simon frá þessu og þá fór hann að tala um vespu sem hafði hagað sér á svipaðan hátt í herberginu hans, sveimað svona í kring um ljósakrónuna. Hann og Jonathan fóru að rannsaka málið og fundu gat á perustæðinu. Þeir tóku perustæðið niður og í sundur og út flæddu köngulær og þar voru þrjú svona vespuhólf eins og voru á bak við myndina. Ég er vel á varðbergi þessa dagana og ef ég sé vespu innandyra fylgist ég vel með því hvert hún fer og hvað hún gerir. VIL EKKI FÁ FLEIRI VESPUHÚS Í MITT HÚS.
Ástarkveðjur,
júlí 24, 2003
Það kom þrumuveður í gær - LOKSINS. Ég dansaði regndansinn í kring um "sundlaugina" og bað um marga daga af rigningu. Í dag er 31 stiga hiti og sól. Ég þarf að fara á regndansnámskeið.
júlí 23, 2003
(Gæsa) Dúdú partý
Mmmm bjór
Mmmm "sundlaug"
Mmmm skál fyrir Nönnu
Mmmm mér leiðist ekki lengur
Mmmm Mmmm
Sjáumst síðar
Mmmm bjór
Mmmm "sundlaug"
Mmmm skál fyrir Nönnu
Mmmm mér leiðist ekki lengur
Mmmm Mmmm
Sjáumst síðar
Til áréttingar - ég elska gesti. Sérstaklega íslenska gesti. Það er ekki lítið sem fólk þarf að leggja á sig til að koma sér hingað alla leið frá Íslandi og ég met það svo sannarlega mikils. Og það er bara svo gaman þegar húsið er fullt af fólki. En það er líka gott að fá smá frí þegar það er búið að vera mikill gestagangur.
Annars leiðist mér í dag. Ég á að vera að lesa Þjóðhagfræði en ég nenni því ekki. Sökum þess ákvað ég frekar að gera mjög vísindalega samanburðartilraun. Ég rakaði á mér aðra löppina og plokkaði (já, plokkaði !!! mér finnst þjóðhagfræði svooo leiðinleg) hina og svo ætla ég að sjá hvort hárin vaxa jafn hratt á báðum löppum aftur.
Annars leiðist mér í dag. Ég á að vera að lesa Þjóðhagfræði en ég nenni því ekki. Sökum þess ákvað ég frekar að gera mjög vísindalega samanburðartilraun. Ég rakaði á mér aðra löppina og plokkaði (já, plokkaði !!! mér finnst þjóðhagfræði svooo leiðinleg) hina og svo ætla ég að sjá hvort hárin vaxa jafn hratt á báðum löppum aftur.
júlí 22, 2003
Gekk ég yfir sjó og land og hitti þar einn Jónatan
Sagði svo og spurði svo
hvar áttu heima?
Hann sagði:
Ég á heimí brakandi, hitnandi, bráðnandi.
Ég á heimí steikjandi.
Frakklandinu góða
Og það eru sko orð að sönnu. Hér hefur verið á bilinu 37 – 40 stiga hiti og ekki hægt að vera utan dyra sökum hita. Við erum samt búin að nota nýju sólbekkina frekar mikið síðan við komum heim frá Englandi enda óskaplega notarlegt að liggja þar og horfa á sólina setjast á kvöldin og finna hvernig hitastigið fer niður á sæmilega þægilegt level.
Aðeins um England
Ég naut þess svo sannarlega að fara til Englands. Ég var mjög heppin með veður, það ringdi næstum ekki neitt og sólin skein meira og minna allan tímann. Hitinn var um 20 gráður - mjög temmilegt sumsé.
Við komum til Englands um miðnætti, sóttum bílaleigubílinn og keyrðum til Bracknell þar sem Dell er með skrifstofurnar sínar (Jónatan vann þar áður en hann færði sig niður til Montpellier). Eftir því sem ég hef heyrt er Bracknell "skítapleis" og ekkert um að vera. Mér var alveg sama því hótelið var vægast sagt frábært og það fór afskaplega vel um mig þar.
Ef þið hafið lesið bækur eftir Victoriu Holt þá getið þið sennilega ímyndað ykkur hvernig hótelið var. Það er svona eins og herragarðurinn sem ríki hlédrægi maðurinn. Þessi sem átti erfiða æsku, var svikinn af besta vini sínum, missti foreldra sína ungur og hafði framkomu sem bar vitni um kalda sál og leyndarmál, hulin bak við karlmannlega fegurð, hraustlegan líkama og þessa miklu dýpt í augunum. Þessi sem kemur ungu, fögru, ótrúlega greindu og hæfileikaríku, fátæku stúlkunni sem öklabraut sig þegar hún var að tína ber í skóginum handa lömuðum bróður sínum sem ekkert hafði annað að borða, til hjálpar og hún afhjúpar leyndardóminn í augum hans og finnur mýktina í sálu hans. Og þau lifa hamingjusöm til æviloka.
Sumsé - hótelið var svooo fallegt. Svona hefðbundinn breskur herragarður með risastórum lystigarði, gosbrunni og allskonar skemmtilegu dóti. Það var meira að segja hægt að spila krokket í garðinum. Ó hvað ég skemmti mér þegar bretarnir tóku fram krokketkylfurnar og fóru að spila. Ég var nú hálf glottandi allan tímann meira og minna því Bretar eru alveg eins og maður sér í sjónvarpinu (alla vega þessir sem eru komnir yfir fertugt). Í garðinum var líka fullt af kanínum, íkornum og moldvörpum og alls kyns fuglum sem ég hafði aldrei séð áður. Mér fannst mjög gaman að fylgjast með dýralífinu þarna, vildi óska þess að við hefðum eins fjölskrúðugt dýralíf heima á Íslandi.
Ég borðaði hefðbundinn barhádegismat nokkrum sinnum og fór að borða á karrýhúsi og kínverskum veitingastað og fékk ofsalega góðan mat. Mmmmm - ég held að Indverskt karrý sé orðið uppáhalds maturinn minn. Nammmmm.
Við fórum oft í heimsókn til foreldra hans Jónatans. Þau eiga hús í High Wycombe (hæ vikkum, veit sko ekki hvers vegna það er borið svo leiðis fram) með voða stórum og fínum garði enda garðyrkja eitt aðal áhugamál Hávarðs, pabba hans Jónatans. Við fórum líka í heimsókn til æskuvinar Jónatans sem býr í Maidenhead. Við fórum á hverfisbarinn hans og drukkum bjór og spiluðum pool og borðuðum kebab. Ég drakk minn bjór með röri til heiðurs Heiðu Skúla og fékk vægast sagt mörg hornaugu frá öðrum gestum staðarins.
Sagði svo og spurði svo
hvar áttu heima?
Hann sagði:
Ég á heimí brakandi, hitnandi, bráðnandi.
Ég á heimí steikjandi.
Frakklandinu góða
Og það eru sko orð að sönnu. Hér hefur verið á bilinu 37 – 40 stiga hiti og ekki hægt að vera utan dyra sökum hita. Við erum samt búin að nota nýju sólbekkina frekar mikið síðan við komum heim frá Englandi enda óskaplega notarlegt að liggja þar og horfa á sólina setjast á kvöldin og finna hvernig hitastigið fer niður á sæmilega þægilegt level.
Aðeins um England
Ég naut þess svo sannarlega að fara til Englands. Ég var mjög heppin með veður, það ringdi næstum ekki neitt og sólin skein meira og minna allan tímann. Hitinn var um 20 gráður - mjög temmilegt sumsé.
Við komum til Englands um miðnætti, sóttum bílaleigubílinn og keyrðum til Bracknell þar sem Dell er með skrifstofurnar sínar (Jónatan vann þar áður en hann færði sig niður til Montpellier). Eftir því sem ég hef heyrt er Bracknell "skítapleis" og ekkert um að vera. Mér var alveg sama því hótelið var vægast sagt frábært og það fór afskaplega vel um mig þar.
Ef þið hafið lesið bækur eftir Victoriu Holt þá getið þið sennilega ímyndað ykkur hvernig hótelið var. Það er svona eins og herragarðurinn sem ríki hlédrægi maðurinn. Þessi sem átti erfiða æsku, var svikinn af besta vini sínum, missti foreldra sína ungur og hafði framkomu sem bar vitni um kalda sál og leyndarmál, hulin bak við karlmannlega fegurð, hraustlegan líkama og þessa miklu dýpt í augunum. Þessi sem kemur ungu, fögru, ótrúlega greindu og hæfileikaríku, fátæku stúlkunni sem öklabraut sig þegar hún var að tína ber í skóginum handa lömuðum bróður sínum sem ekkert hafði annað að borða, til hjálpar og hún afhjúpar leyndardóminn í augum hans og finnur mýktina í sálu hans. Og þau lifa hamingjusöm til æviloka.
Sumsé - hótelið var svooo fallegt. Svona hefðbundinn breskur herragarður með risastórum lystigarði, gosbrunni og allskonar skemmtilegu dóti. Það var meira að segja hægt að spila krokket í garðinum. Ó hvað ég skemmti mér þegar bretarnir tóku fram krokketkylfurnar og fóru að spila. Ég var nú hálf glottandi allan tímann meira og minna því Bretar eru alveg eins og maður sér í sjónvarpinu (alla vega þessir sem eru komnir yfir fertugt). Í garðinum var líka fullt af kanínum, íkornum og moldvörpum og alls kyns fuglum sem ég hafði aldrei séð áður. Mér fannst mjög gaman að fylgjast með dýralífinu þarna, vildi óska þess að við hefðum eins fjölskrúðugt dýralíf heima á Íslandi.
Ég borðaði hefðbundinn barhádegismat nokkrum sinnum og fór að borða á karrýhúsi og kínverskum veitingastað og fékk ofsalega góðan mat. Mmmmm - ég held að Indverskt karrý sé orðið uppáhalds maturinn minn. Nammmmm.
Við fórum oft í heimsókn til foreldra hans Jónatans. Þau eiga hús í High Wycombe (hæ vikkum, veit sko ekki hvers vegna það er borið svo leiðis fram) með voða stórum og fínum garði enda garðyrkja eitt aðal áhugamál Hávarðs, pabba hans Jónatans. Við fórum líka í heimsókn til æskuvinar Jónatans sem býr í Maidenhead. Við fórum á hverfisbarinn hans og drukkum bjór og spiluðum pool og borðuðum kebab. Ég drakk minn bjór með röri til heiðurs Heiðu Skúla og fékk vægast sagt mörg hornaugu frá öðrum gestum staðarins.
Nú er loftrakinn svo mikill hérna að húðin á manni er alltaf klístruð. Hljómar vel, ekki satt. Ef manni verður það á að leggja höndina ofan á t.d. blað sem vill svo til að maður er að skrifa á þá límist það við mann. Ég væri svooo til í að vera einhvers staðar þar sem er 15 stiga hiti og maður þarf að vera í peysu. Ég hlakka til þess þegar það verður aftur komið peysuveður í Montpellier.
Örblogg
Fór til Englands og svo kom ég aftur heim.
Claire, þáverandi kærasta Simons kom í heimsókn og var hér helgina eftir að við komum frá Englandi.
Berglind systir kom í heimsókn og var hér í viku.
Claire kom aftur og var yfir helgi.
Foreldrar Jonathans komu í heimsókn og voru í viku. Þau keyptu uppblásna sundlaug til að hafa í garðinum.
Raxit, Mark, Nick og Clair (félagar Jonathans úr háskóla) komu og voru hér yfir helgi.
Við gerðum tilboð í hús í Villeneuve les Maguelone. Við höfum þrjá daga til að skipta um skoðun.
Louise og Steve eru að koma í heimsókn um næstu helgi.
Simon er að flytja út því hann er búinn að fá íbúð.
Þegar ég er búin í prófum ætla ég að eiga heila viku án þess að fá gesti.
Smooooch.
Fór til Englands og svo kom ég aftur heim.
Claire, þáverandi kærasta Simons kom í heimsókn og var hér helgina eftir að við komum frá Englandi.
Berglind systir kom í heimsókn og var hér í viku.
Claire kom aftur og var yfir helgi.
Foreldrar Jonathans komu í heimsókn og voru í viku. Þau keyptu uppblásna sundlaug til að hafa í garðinum.
Raxit, Mark, Nick og Clair (félagar Jonathans úr háskóla) komu og voru hér yfir helgi.
Við gerðum tilboð í hús í Villeneuve les Maguelone. Við höfum þrjá daga til að skipta um skoðun.
Louise og Steve eru að koma í heimsókn um næstu helgi.
Simon er að flytja út því hann er búinn að fá íbúð.
Þegar ég er búin í prófum ætla ég að eiga heila viku án þess að fá gesti.
Smooooch.