ágúst 18, 2008

Hann Þór Sebastian á afmæli í dag. Tveggja ára. Litli kúturinn minn. Hann fékk m.a. verkfærasett og fjarstýrðan bíl í afmælisgjöf.

Takk fyrir gjafirnar og kveðjurnar :)

ágúst 07, 2008

Vinsældarlisti letihauganna:

10. Uppáhaldsgæludýr: Skjaldbaka
9. Uppáhaldsmatur: Síróp
8. Uppáhaldsíþrótt: Stangveiði
7. Uppáhaldsklisja: “Betra seint en aldrei”
6. Uppáhaldsheimilistæki: Gufusuðupottur
5. Uppáhaldslag: “Yesterday”
4. Uppáhaldssöngleikjalag: “Tomorrow”
3. Uppáhaldstímarit: “Time”
2. Uppáhaldssetning í bíómynd: “Ég hugsa um það á morgun” (Scarlett O’Hara, Á hverfanda hveli)
1. Slagorð: “Ég geri það á morgun”

Heimild: Á morgun segir sá lati. Listin að framkvæma strax eftir Ritu Emmett.

ágúst 04, 2008

Hversu langt úti í buskanum er maður ef maður býr í póstnúmeri 221? Hvað tæki mann t.d. langan tíma að keyra í vinnuna á morgnanna ef maður ynni nálægt kringlunni? En ef maður ynni nálægt smáranum?

Ble ble ble,

ágúst 02, 2008

Ok. Við segjum mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur..... og svo mánudagskvöld, þriðjudagskvöld, miðvikudagskvöld.....

Af hverju segjum við ekki frekar mánukvöld, þriðjukvöld, miðvikukvöld o.s.frv.