Ekkiland
ágúst 30, 2006
ágúst 20, 2006
Þór Sebastían Wilkins - fæddur 18.08.06 - 3940 grömm og ekki vitað um sentimetrafjölda þar sem ekki tíðkast að mæla slíkt hér. Hann er samt ekkert voða langur, giska á 50 cm.
ágúst 19, 2006
Jæja. Þá erum við komin heim aftur, sjö klukkutímum eftir að við fórum á sjúkrahúsið. Ekki lengi að því sem lítið er (sem var reyndar alveg heilmikið). Hann Þór litli Sebastían er fallegastur og bestur og yndislegastur, alveg eins og Heiðan mín er fallegust og best og yndislegust. Ég á bestu börn í heimi.
Meira síðar. Ætla að fara að sofa núna.
Ble ble ble,
Svandís
Meira síðar. Ætla að fara að sofa núna.
Ble ble ble,
Svandís
Halló aftur!
Ég gleymdi að taka fram að hann er fæddur 18. ágúst, hafi einhver ekki áttað sig á því.
Kveðja,
Annamma
Ég gleymdi að taka fram að hann er fæddur 18. ágúst, hafi einhver ekki áttað sig á því.
Kveðja,
Annamma
Komið þið sæl!
Nýjustu fréttir.
Það fæddist drengur kl. 11:29 að breskum tíma. Hann var 16 merkur og einhverjir sm, er ekki alveg viss. Bæði móður og barni líður vel.
Kveðja,
amman (ekki í Jordaniu)
Nýjustu fréttir.
Það fæddist drengur kl. 11:29 að breskum tíma. Hann var 16 merkur og einhverjir sm, er ekki alveg viss. Bæði móður og barni líður vel.
Kveðja,
amman (ekki í Jordaniu)
ágúst 18, 2006
Hallohallo!
Skilabod fra Svandisi.
Farin af stad. For a sjukrahusid kl 8. Nanari frettir sidar.
Kvedja
Anna (mammennar)
Skilabod fra Svandisi.
Farin af stad. For a sjukrahusid kl 8. Nanari frettir sidar.
Kvedja
Anna (mammennar)
ágúst 17, 2006
Til hamingju með stóra strákinn Berglind og fjölskylda. Hlakka ósköp mikið til að sjá myndir af honum og ykkur öllum. Gott að það gekk vel.
Mitt barn stefnir hraðbyr í framyfirgöngu enda er DAGURINN í dag og ekki mjög langt eftir af deginum. Það er hins vegar allt í lagi svo framarlega sem hitinn úti fer ekki yfir 25 gráður.
Heiða Rachel er sjúk í tær, sokka og skó og skríkir af ánægju þegar hún fær að knúsa á manni tásurnar. Hún er voða dugleg lítil stúlka og elskar að fá að vera með í daglegu amstri. Hún setur í ruslið fyrir mig, setur í og tekur úr þvottavél og þurkara og hefur líka hjálpað mér að raða í uppþvottavélina. Æ, ég á yndislega dóttur. Best í heimi.
Og mikið ósköp hlakka ég til að komast í heimsókn til Íslands um jólin.
Ble ble ble,
Svandís
Mitt barn stefnir hraðbyr í framyfirgöngu enda er DAGURINN í dag og ekki mjög langt eftir af deginum. Það er hins vegar allt í lagi svo framarlega sem hitinn úti fer ekki yfir 25 gráður.
Heiða Rachel er sjúk í tær, sokka og skó og skríkir af ánægju þegar hún fær að knúsa á manni tásurnar. Hún er voða dugleg lítil stúlka og elskar að fá að vera með í daglegu amstri. Hún setur í ruslið fyrir mig, setur í og tekur úr þvottavél og þurkara og hefur líka hjálpað mér að raða í uppþvottavélina. Æ, ég á yndislega dóttur. Best í heimi.
Og mikið ósköp hlakka ég til að komast í heimsókn til Íslands um jólin.
Ble ble ble,
Svandís
ágúst 16, 2006
Játsa.
Ég ætla nú bara að gerast svo djörf að birta hér heimilisfangið mitt og símanúmer sökum gríðarlegrar eftirspurnar ;) Óprúttnir eru hér með vinsamlegast beðnir að misnota það ekki.
2 Hatchgate Court
Lines Road
Hurst
Reading
Berkshire
RG10 0SP
England
Sími: +44 (0) 118 321 137
GSM: kemur seinna
Annars er T-1 í dag, allt með kyrrum kjörum og aumingja Jonathan að tapa veðmáli um hvenær barnið hans komi í heiminn. Því liggur greinilega ekkert á og ekki mér heldur. Plan dagsins er að fara í verslunarleiðangur til að kaupa ponsusamfellur og ponsusokkabuxur á ponsukrílaskáfrænku mína og búa um rúm bumbuls. Svo ætla ég að borða mikinn ís og margar mínísúkkulaðikökur.
Lifið heil.
Ble ble ble, Svandís
Ég ætla nú bara að gerast svo djörf að birta hér heimilisfangið mitt og símanúmer sökum gríðarlegrar eftirspurnar ;) Óprúttnir eru hér með vinsamlegast beðnir að misnota það ekki.
2 Hatchgate Court
Lines Road
Hurst
Reading
Berkshire
RG10 0SP
England
Sími: +44 (0) 118 321 137
GSM: kemur seinna
Annars er T-1 í dag, allt með kyrrum kjörum og aumingja Jonathan að tapa veðmáli um hvenær barnið hans komi í heiminn. Því liggur greinilega ekkert á og ekki mér heldur. Plan dagsins er að fara í verslunarleiðangur til að kaupa ponsusamfellur og ponsusokkabuxur á ponsukrílaskáfrænku mína og búa um rúm bumbuls. Svo ætla ég að borða mikinn ís og margar mínísúkkulaðikökur.
Lifið heil.
Ble ble ble, Svandís
ágúst 13, 2006
Það var mikið að blogger virkaði hjá mér. Var alltaf eitthvað vangefinn svo ég gat ekki bloggað.
Allt er með kyrrum kjörum í bumbu minni og örugglega ekkert að fara að gerast alveg á næstunni. Fjórir dagar í settan dag og ég á örugglega eftir að ganga með eitthvað lengur en það. Það er fínt því það er ósköp lítið tilbúið nema reyndar barnafötin. Er búin að þvo þau og setja ofan í kommóðu.
Mamma er hjá mér og hún er best í heimi.
Heiðu Rachel finnst hvorki gott né gaman að fá jaxla.
Meðalhitastigið hefur lækkað niður undir 20 stig og það hefur ringt oft undanfarið. Mér finnst það yndislegt.
Rannveig fær alla mína góðu strauma þessa dagana og vikurnar.
Ég er alveg að deyja úr spenningi.
Ble ble ble,
Svandís
Allt er með kyrrum kjörum í bumbu minni og örugglega ekkert að fara að gerast alveg á næstunni. Fjórir dagar í settan dag og ég á örugglega eftir að ganga með eitthvað lengur en það. Það er fínt því það er ósköp lítið tilbúið nema reyndar barnafötin. Er búin að þvo þau og setja ofan í kommóðu.
Mamma er hjá mér og hún er best í heimi.
Heiðu Rachel finnst hvorki gott né gaman að fá jaxla.
Meðalhitastigið hefur lækkað niður undir 20 stig og það hefur ringt oft undanfarið. Mér finnst það yndislegt.
Rannveig fær alla mína góðu strauma þessa dagana og vikurnar.
Ég er alveg að deyja úr spenningi.
Ble ble ble,
Svandís
ágúst 07, 2006
Ég fór í heimsókn til tengdaforeldranna um helgina, meðal annars til að ná í ungbarnafötin sem hún gat ekki þvegið fyrir mig og gladdist pínulítið en skammaðist mín samt um leið þegar ég sá að það lá þunnt lag af ryki yfir öllu hjá henni. Svona getur maður nú verið púkalegur.
Ble ble ble,
Svandís
Ble ble ble,
Svandís
ágúst 02, 2006
Haldiði að maður hafi ekki bara unnið í happdrætti. 20.000 kell. Ég sem var alveg að fara að segja upp miðanum mínum en er alveg steinhætt við það núna.
Fyrsti jaxlinn er búinn að brjótast í gegn hjá Heiðu. Þá er hún komin með 9 tennur. Jaxl tvö er á leiðinni líka, vona bara að hann brjótist í gegn sem fyrst þar sem þetta virðist valda henni talsverðum óþægindum. Og já, hún er sko alveg bandrauðhærð blessunin. Jonathan var svona þegar hann var lítill en hárið á honum byrjaði að dökkna við fjögurra ára aldur held ég.
Í dag er ég gengin 38 vikur sléttar, sumsé komin á hættutíma. Heiða fæddist eftir 39+2 vikur, ekki að það sé nein vísbending um það hvenær þetta barn fæðist. Þau hafa þetta víst bara eins og þau vilja. Ég held að ég sé búin að ákveða að fæða á sjúkrahúsi, maður má hvort sem er fara strax heim. Ég hef bara heyrt mjög góðar sögur af þessu sjúkrahúsi og sérstaklega af fæðingadeildinni þannig að ég er ekkert stressuð yfir því. Það eina sem ég er búin að gera til að undirbúa komu krílisins er að kaupa bleyjur. Ég fór með ungbarnafötin til tengdó því hún var búin að segjast ætla að þvo þau fyrir mig en þegar ég kom með þau til hennar fannst henni það svo mikið (ein flugfreyjutaska) að henni bara féllust hendur og ég sagði henni að vera þá ekkert að þvo þau öll. Ég geri það bara sjálf fyrst henni vex það svona í augum.
Það er ekki steikjandi hiti og það eru meira að segja fáein ský á himnum og ég ætla að fara út að leika við Heiðu í nýja makeshift sandkassanum hennar.
ble ble ble,
Fyrsti jaxlinn er búinn að brjótast í gegn hjá Heiðu. Þá er hún komin með 9 tennur. Jaxl tvö er á leiðinni líka, vona bara að hann brjótist í gegn sem fyrst þar sem þetta virðist valda henni talsverðum óþægindum. Og já, hún er sko alveg bandrauðhærð blessunin. Jonathan var svona þegar hann var lítill en hárið á honum byrjaði að dökkna við fjögurra ára aldur held ég.
Í dag er ég gengin 38 vikur sléttar, sumsé komin á hættutíma. Heiða fæddist eftir 39+2 vikur, ekki að það sé nein vísbending um það hvenær þetta barn fæðist. Þau hafa þetta víst bara eins og þau vilja. Ég held að ég sé búin að ákveða að fæða á sjúkrahúsi, maður má hvort sem er fara strax heim. Ég hef bara heyrt mjög góðar sögur af þessu sjúkrahúsi og sérstaklega af fæðingadeildinni þannig að ég er ekkert stressuð yfir því. Það eina sem ég er búin að gera til að undirbúa komu krílisins er að kaupa bleyjur. Ég fór með ungbarnafötin til tengdó því hún var búin að segjast ætla að þvo þau fyrir mig en þegar ég kom með þau til hennar fannst henni það svo mikið (ein flugfreyjutaska) að henni bara féllust hendur og ég sagði henni að vera þá ekkert að þvo þau öll. Ég geri það bara sjálf fyrst henni vex það svona í augum.
Það er ekki steikjandi hiti og það eru meira að segja fáein ský á himnum og ég ætla að fara út að leika við Heiðu í nýja makeshift sandkassanum hennar.
ble ble ble,