nóvember 28, 2008

Húsnæði svo gott sem í höfn.
Skriður kominn á atvinnumálin.
Leikskólavist líkleg ekki seinna en febrúar.
Gámur bókaður.
Bíll í alsherjar yfirhalningu fyrir veturinn.

Þetta er bara allt að koma, þarf bara að koma út blessuðu húsinu í Frakklandi.

Ble ble ble,

nóvember 26, 2008

Ég er komin með krónískan kvíða stress áhyggju spennings tilhlökkunarhnút í magann.

Förum við á hausinn á þessu ævintýri öllu saman eða fæ ég einhverntíman eitthvað að gera.

Bara að blessað litla húsið í Frakklandi seldist. Þá myndum við anda tvöhundruðogfimmtíuþúsundkalli léttar á mánuði (miðað við gengi dagsins í dag).

Langar einhvern í hús í suður-Frakklandi? Tombóluverð !

nóvember 25, 2008

Og meira af tali.

Heiða er farin að nota ýmis orðatiltæki og málvenjur en ruglar því stundum. Í kvöld var til dæmis grenjandi kalt í húsinu og svo hefur hún líka verið steinheppin.

Ble ble ble,

nóvember 21, 2008

Að flytja til Íslands er góð skemmtun. En kostar maaaarga peninga. Til dæmis kostar það okkur 350 þúsund kall að fá að eiga bílinn okkar áfram á Íslandi. Og það kostar okkur 125 þúsund kall að senda hann heim *yfirlið*. Svo kostar annan 350 þúsund kall að flytja búslóðina heim. Bless milljónkall.

Ble ble ble,

nóvember 15, 2008

En ótrúlega ósmekklegt. Ég vona að enginn kaupi þennan hroða.

http://visir.is/article/20081114/LIFID01/125368244

Ég les orðið mjög reglulega skrifin hans doktor Gunna. Snilldarpenni þar á ferð og segir hlutina tæpitungulaust.

http://www.visir.is/article/20081113/SKODANIR06/113042144

Ble ble ble,

nóvember 13, 2008

Tvífarar:

Þór segir næjómes (mæjónes) og aggassið (afsakið). Enda örvhentur greyið ;) Ætli hann sé ekki bara örvmæltur líka.

Heiða fann upp nýtt orð um daginn. Þór var að stríplast eitthvað og þá sagði hún - Nú ert þú strípill.

nóvember 11, 2008

Geta þeir ekki bara fengið Ísland á brunaútsölu?

nóvember 09, 2008

Jæja. Eftir miklar bollaleggingar, ígrundanir og vangaveltur um helgina hefur endanleg ákvörðun verið tekin og eigum við nú bókað flug aðra leiðina til Íslands þann 17. desember. Ætlunin er að dvelja í 18 mánuði til að byrja með og reyna svo eftir það að ákveða í hvoru landinu við ætlum að setjast að.

Fyrst um sinn verðum við fyrir austan og reynum að leita fyrir okkur að húsnæði þaðan. Það er hugsanlegt að við fáum að vera í húsi móðursystur minnar í Reykjavík í þrjá mánuði til að byrja með og þá fer húsnæðisleitin bara fram þaðan. Það má alla vega reikna með okkur á malbikið einhverntíman í janúar.

JJJJJJJJEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS.

Elsku elsku elsku landið mitt, fjölskyldan mín og vinir - ég er að koma heim. LOKSINS. Og ég hlakka svo til :D

Ble ble ble,

nóvember 07, 2008

Ég hlýt að vera algjörlega rugluð að vera ennþá að spá í að flytja heim. Held ég hafi aldrei verið eins ringluð í sambandi við nokkra ákvörðun sem ég hef þurft að taka.

Er yfirhöfuð einhver von til þess að fá vinnu í þessu umhverfi sem ríkir á Íslandi núna?

Þarf að gera pros og cons lista hið fyrsta.