Ekkiland
apríl 30, 2004
Til hamingju með afmælið Lindi minn. Vona að þú eigir ánægjulegan afmælisdag.
Hér er búið að vera sérlega íslenskt veður undanfarið, hreint og klárt slagveður en í dag var svo aftur komið sólskin og 20 stiga hiti, ja alvega þangað til ég ákvað að fara í sólbað. Þá fór sólin. Týbískt.
Mér leiðist. Ég nenni ekki að skrifa ritgerð og ég hef ekkert annað að gera. Vill einhver koma og heimsækja mig?
Ég er búin að ákveða að fresta útskrift. Það verður svo bara að koma í ljós hvort ég fæ undanþágur til að skrá mig í þessi próf sem mig langar að taka í ágúst. Ég ætla samt ekki að fresta ritgerð (%/*!#$).
Ég er að fara til Barcelona 10 maí og planið er að fara heim aftur 16 maí. Að sjálfsögðu hittist svo á að Nanna og Jón Geir eru akkúrat að koma til Barcelona 17 maí. Kannski get ég frestað heimför um einhverja daga til að geta hitt þau aðeins. Það veltur samt allt á því hvort við förum til Englands í tvær vikur strax eftir Barcelona-ferðina. Það kemur í ljós.
Eurovision er bráðum. Ég hlakka til. Ég ætla sko að horfa á það og njóta hverrar sekúndu. Ég hef ekki heyrt neitt lag annað en smjörkúkslagið hans Jónsa og engar spár heyrt um hvernig honum á að ganga. Kannski maður fái sér webcam og skelli sér í fjarsumarbústaðaeurovisionpartý með Ástu og Auði...
Lovjú,
Hér er búið að vera sérlega íslenskt veður undanfarið, hreint og klárt slagveður en í dag var svo aftur komið sólskin og 20 stiga hiti, ja alvega þangað til ég ákvað að fara í sólbað. Þá fór sólin. Týbískt.
Mér leiðist. Ég nenni ekki að skrifa ritgerð og ég hef ekkert annað að gera. Vill einhver koma og heimsækja mig?
Ég er búin að ákveða að fresta útskrift. Það verður svo bara að koma í ljós hvort ég fæ undanþágur til að skrá mig í þessi próf sem mig langar að taka í ágúst. Ég ætla samt ekki að fresta ritgerð (%/*!#$).
Ég er að fara til Barcelona 10 maí og planið er að fara heim aftur 16 maí. Að sjálfsögðu hittist svo á að Nanna og Jón Geir eru akkúrat að koma til Barcelona 17 maí. Kannski get ég frestað heimför um einhverja daga til að geta hitt þau aðeins. Það veltur samt allt á því hvort við förum til Englands í tvær vikur strax eftir Barcelona-ferðina. Það kemur í ljós.
Eurovision er bráðum. Ég hlakka til. Ég ætla sko að horfa á það og njóta hverrar sekúndu. Ég hef ekki heyrt neitt lag annað en smjörkúkslagið hans Jónsa og engar spár heyrt um hvernig honum á að ganga. Kannski maður fái sér webcam og skelli sér í fjarsumarbústaðaeurovisionpartý með Ástu og Auði...
Lovjú,
apríl 28, 2004
Mikið hlýtur að vera gaman að vinna fyrir Dell og fá í sífellu símhringingar eftir að skrifstofutíma lýkur og þurfa þá að vinna að heiman. Ég skil ekki hvernig þeir geta réttlætt vinnutíma Jónatans. Hann vinnur oft upp undir 18 tíma á dag og hér er víst hið mikla Evrópusamband og öll þess vinnulöggjöf við lýði. Reyndar fær hann að lágmarki 11 aukafrídaga á ári vegna þess að hann vinnur að jafnaði meira en 35 tíma vinnuviku. Það þýðir að hann á rúmar 7 vikur í launað frí á ári... Hah - þetta var ég ekki búin að hugsa svona langt. Kannski er þetta ekkert svo slæmt eftir allt saman.
Ég kveð að sinni með stírur í augum eftir svefnlausa nótt.
Lovjú
P.s. er stírur kannski með ý?
Ég kveð að sinni með stírur í augum eftir svefnlausa nótt.
Lovjú
P.s. er stírur kannski með ý?
apríl 24, 2004
Þetta hefur verið hræðilega erfiður dagur. Ég er búin að sitja úti á palli að sleikja sólskinið allan eftirmiðdaginn. Það er ca. 25° hiti í forsælu og algjörlega yndislegt. Ég held samt að ég sé aðeins sólbrunnin :( Jájájá, erfitt þetta líf ;)
Lovjú,
Lovjú,
apríl 23, 2004
Gleðilegt sumar góðir hálsar, nær sem fjær. Hér var sumardagurinn fyrsti mjög svo í stíl við hefðbundinn íslenskan fyrsta sumardag. Það ringdi. Í dag ætla ég aftur í sólbað.
Lovjú,
Lovjú,
apríl 21, 2004
Jæja, ég er farin í sólbað og að hugsa um hvort ég eigi að reyna að taka tvö próf aftur (sem myndi reyndar fresta útskrift). Þannig er nebbbblega mál með vöxtum að ég er með 7,084 í meðaleinkun sem þýðir að mig vantar 0,166 uppá að geta útskrifast með fyrstu einkunn (sem er 7,25-9,0). Mig langar það svooo mikið. Til þess að hækka meðaleinkunina mína þyrfti ég að taka tvö próf aftur. Það gæti ég ekki gert fyrr en í fyrsta lagi í ágúst og hugsanlega ekki fyrr en á næsta skólaári. Nú þarf að leggjast í hýði og hugsa málið. Hringja nokkur símtöl og svoleiðis. Ég gæti vel trúað mér til að vilja fara í mastersnám seinna meir og þá er oftar en ekki skilyrði að vera með fyrstu einkunn úr B.Sc. prófi. (Það er náttúrlega pottþétt að ég mun ekki þrá neitt meira en að fara í mastersnám ef ég útskrifast ekki með fyrstu einkunn, bara af því að þá get ég það ekki).
Hvað finnst ykkur lesendur góðir?
Lovjú,
Hvað finnst ykkur lesendur góðir?
Lovjú,
Mmm, það er erfitt að setjast niður fyrir framan tölvuna og reyna að gera eitthvað af viti þegar veðrið er svona gott. Við borðuðum morgunmat úti á verönd í sólskininu. Það er 20° hiti og ekki ský á himni. Það er ekki oft sem himininn er svona tær, oftast er eitthvað hitamistur, en dag er hann svo fallega skærblár. Það er því alveg ljóst að í dag verður tekin pása frá ritgerð til að liggja aðeins í sólbaði :D
Lovjú,
Lovjú,
apríl 20, 2004
Ásta (Gísla), las ég ekki á þínu bloggi að þú vildir fá Næturljóð úr Fjörðum útgefið? Hér er kunningi ykkar SigguLáru að tala um þetta, útgefið í flutningi höfundar sjálfs. Kannski vert fyrir þig að athuga þetta...
Lovjú,
Lovjú,
Já - í dag má eiginlega segja að sé fyrsti dagurinn sem ég fyrir einhverja alvöru vinn í ritgerðinni minni eftir að ég kom aftur til Frakklands. Áhuginn er ekkert alveg að fara með mig. Ég verð þó að fara að grípa réttri hendi í r*****tið á mér og koma þessu af. Ég verð eiginelga að klára fyrir 10. maí því þá "þarf" ég að fara til Barcelona og svo þegar við komum þaðan þá "þarf" ég eiginlega að fara aftur til Englands í tvær vikur því Jonathan þarf að vinna þar og svo "þurfum" við reyndar líka að fara í brúðkaup um hvítasunnuhelgina.
Lífið hér gengur sinn vanagang. Sólin skín meira og minna allan daginn og mig langar að hjóla á ströndina. Við hjónaleysin erum búin að vera voða dugleg að fara út að hjóla eða á línuskauta. Það er fyndið að vera á línuskautum. Það er sérstaklega fyndið að vera á línuskautum þegar maður kann ekki að stoppa. Ég er fegin því að þær æfingar hafa ekki verið festar á filmu.
Við erum búin að kaupa ný húsgögn í stofuna. Svona hefðbundið sjónvarps/glerskáps/eitthvað dæmi sem gæti nú jafnvel bara kallast stofuinnrétting, skenk, bóka(DVD)hillu og geisladiskastand. Allt þetta fengum við fyrir 770 evrur eða ca. 70þ. kall.
Ekki veit ég hver ber ábyrgð á hrinu dauðsfalla hjá gæludýrum vina og vandamanna. Enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ég votta aðstandendum Dalskógadrottningarinnar, hamstursins Vendils og Lappa naggríss samúð mína.
Lovjú,
Lífið hér gengur sinn vanagang. Sólin skín meira og minna allan daginn og mig langar að hjóla á ströndina. Við hjónaleysin erum búin að vera voða dugleg að fara út að hjóla eða á línuskauta. Það er fyndið að vera á línuskautum. Það er sérstaklega fyndið að vera á línuskautum þegar maður kann ekki að stoppa. Ég er fegin því að þær æfingar hafa ekki verið festar á filmu.
Við erum búin að kaupa ný húsgögn í stofuna. Svona hefðbundið sjónvarps/glerskáps/eitthvað dæmi sem gæti nú jafnvel bara kallast stofuinnrétting, skenk, bóka(DVD)hillu og geisladiskastand. Allt þetta fengum við fyrir 770 evrur eða ca. 70þ. kall.
Ekki veit ég hver ber ábyrgð á hrinu dauðsfalla hjá gæludýrum vina og vandamanna. Enn sem komið er hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér. Ég votta aðstandendum Dalskógadrottningarinnar, hamstursins Vendils og Lappa naggríss samúð mína.
Lovjú,
Verð að herma eftir Ástu.
Nöfnin mín
The name of Adalbjorg has made you rather reserved and, at times, secretive about your personal affairs. As a result, people find it difficult to understand you and you suffer through loneliness. You are interested in understanding life along scientific, religious, and philosophical lines. Also, you derive much enjoyment from reading and from being out in nature. At times, you find it easier to express your thoughts in writing, rather than verbally. You are astute regarding the value of money, have good business judgment, and can drive a hard bargain if such is required. This name has not allowed you to express fully the softer, more spontaneous qualities of your nature because of its practical business attributes.
Your first name of Svandis has given you a studious nature, and the ability to concentrate on whatever you are doing. You could excel in mathematics or in positions where persistence, independence, and individuality are required. In personal associations, a lack of finesse in verbal expression often creates misunderstandings with others, especially with those close to you, because you find it difficult and embarrassing to express depth of feeling when situations arise requiring diplomacy, understanding, and affection.
Af hverju tók ég aldrei þátt í morfís? Af hverju fór ég ekki í listnám? Þar hafiði svarið. Það er af því að ég heiti Aðalbjörg Svandís ;)
Nöfnin mín
The name of Adalbjorg has made you rather reserved and, at times, secretive about your personal affairs. As a result, people find it difficult to understand you and you suffer through loneliness. You are interested in understanding life along scientific, religious, and philosophical lines. Also, you derive much enjoyment from reading and from being out in nature. At times, you find it easier to express your thoughts in writing, rather than verbally. You are astute regarding the value of money, have good business judgment, and can drive a hard bargain if such is required. This name has not allowed you to express fully the softer, more spontaneous qualities of your nature because of its practical business attributes.
Your first name of Svandis has given you a studious nature, and the ability to concentrate on whatever you are doing. You could excel in mathematics or in positions where persistence, independence, and individuality are required. In personal associations, a lack of finesse in verbal expression often creates misunderstandings with others, especially with those close to you, because you find it difficult and embarrassing to express depth of feeling when situations arise requiring diplomacy, understanding, and affection.
Af hverju tók ég aldrei þátt í morfís? Af hverju fór ég ekki í listnám? Þar hafiði svarið. Það er af því að ég heiti Aðalbjörg Svandís ;)
apríl 19, 2004
Einu sinni var ég til þess að gera dugleg að blogga. Spurning hvort það takist að gera það að vana aftur...
apríl 07, 2004
Kisan okkar hún Penelópa (í Tjarnarlöndum 18) er dáin. Hún var með krabbamein í lifrinni og það þurfti að svæfa hana, hún átti ekki meira en viku eftir ólifaða. Bansett krabbameinið hafði étið upp mest af lifrinni svo það var ekki nema pínulítill hluti eftir. Ég á eftir að sakna kisu :( Ég fékk þó allavega að knúsa hana smá meðan ég var heima í mars. Hún var svo ótrúlega krúttleg. Stundum elti hún mig inn í herbergi þegar ég var að fara að sofa. Þá beið hún eftir því að ég legðist niður og starði svo á mig þar til ég lagðist á hliðina og lyfti sænginni. Þá kom hún upp í rúm til mín, lagðist með bakið upp við bringuna á mér, lagði höfuðið á koddann og svo vildi hún að maður héldi utan um hana undir sænginni. Ótrúleg dúlla.
Góða nótt kisa mín, takk fyrir allt.
Góða nótt kisa mín, takk fyrir allt.